Fjárfest í framtíðinni

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Vik­an byrjaði vel á Alþingi, að minnsta kosti fyr­ir framtíðina. Á mánu­dag var samþykkt frum­varp fjár­málaráðherra um ýms­ar aðgerðir til að mæta efna­hags­leg­um áhrif­um í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Þar með (sem er hluti af svo­kölluðum aðgerðapakka 2) var stigið stórt skref í að leggja grunn að nýj­um og fjöl­breytt­ari stoðum und­ir ís­lenskt efna­hags­líf á kom­andi árum og ára­tug­um.

Við glím­um við al­var­leg­an efna­hags­leg­an vanda vegna bar­átt­unn­ar við kór­ónu­veiruna. Þó sá vandi sé tíma­bund­inn mun reyna á ís­lensk heim­ili, fyr­ir­tæki, rík­is­sjóð og sveit­ar­fé­lög. En um leið og tek­ist er á við erfiðleika hef­ur verið tek­in ákvörðun um að hefja nýja sókn.

Hafi sag­an kennt okk­ur eitt­hvað þá er það að ný­sköp­un og ný hugs­un eru aflvak­ar fram­fara og bættra lífs­kjara. Án ný­sköp­un­ar og frum­kvöðuls­ins sem ryður nýj­ar braut­ir staðna þjóðfé­lög. Þess vegna skipt­ir það miklu að stjórn­völd styðji á hverj­um tíma dyggi­lega við ný­sköp­un og sprota­fyr­ir­tæki, tryggi hag­stætt skatta­legt um­hverfi, ein­falt og skil­virkt reglu­verk.

Þrjú skref og fleiri

Með samþykkt áður­nefnds frum­varps voru tek­in nokk­ur mik­il­væg skref í að efla ný­sköp­un­ar­starf­semi og sprota­fyr­ir­tæki:

1. End­ur­greiðsla á rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostnaði var hækkuð í 1.100 millj­ón­ir króna og hlut­fall end­ur­greiðslu úr 20% í 35% hjá meðal­stór­um og minni fyr­ir­tækj­um, en í 25% hjá stærstu fyr­ir­tækj­un­um.

2. Skatta­afslátt­ur til ein­stak­linga vegna fjár­fest­inga í litl­um fé­lög­um – ekki síst sprota­fyr­ir­tækj­um í þró­un­ar­starf­semi – var hækkaður úr 50% í 75%. Um leið voru fjár­hæðarmörk hækkuð úr 10 millj­ón­um króna í 15 millj­ón­ir.

3. Fjár­fest­ing­ar­heim­ild­ir líf­eyr­is­sjóðanna voru aukn­ar. Þeim er nú heim­ilt að eiga allt að 35% í stað 20% af hlut­deild­ar­skír­tein­um eða hlut­um í sjóðum um sam­eig­in­lega fjár­fest­ingu sem ein­göngu fjár­festa í litl­um eða meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um.

Alþingi gerði meira á mánu­dag­inn. Með samþykkt fjár­auka­laga var ákveðið að auka fram­lög til ný­sköp­un­ar og rann­sókna um 1.750 millj­ón­ir króna eða 11%. Þar af eiga 500 millj­ón­ir að renna til nýs Mat­væla­sjóðs, sem verður til með sam­ein­ingu Fram­leiðni­sjóðs land­búnaðar­ins og AVS-rann­sókna­sjóðs í sjáv­ar­út­vegi. Sjóðnum er ætlað að styðja við ný­sköp­un, sjálf­bærni, verðmæta­sköp­un og aðgerðir til að bæta sam­keppn­is­hæfni ís­lenskr­ar mat­væla­fram­leiðslu. Um 1.150 millj­ón­ir fara til Kríu, sprota- og ný­sköp­un­ar­sjóðs sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráðherra hef­ur beitt sér fyr­ir að komið verði á fót. Frum­varp þessa efn­is er til meðferðar í efna­hags- og viðskipta­nefnd þings­ins. Hlut­verk Kríu verður að fjár­festa í öðrum sér­hæfðum sjóðum sem fjár­festa í sprota- og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um, svo­kölluðum vísi­sjóðum. Þannig á að stuðla að upp­bygg­ingu, vexti og auk­inni sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs­ins og tryggja heil­brigt um­hverfi fyr­ir áhættu­fjár­magn til fjár­fest­ing­ar í sprota- og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um. Áður var búið að tryggja auk­in fram­lög til Tækniþró­un­ar­sjóðs.

Gæfu­spor

„Hér hef­ur verið stigið mikið gæfu­spor til lengri tíma sem von­andi og vænt­an­lega skil­ar þjóðarbú­inu arðsöm­um alþjóðleg­um fyr­ir­tækj­um til framtíðar,“ skrifaði Ívar Kristjáns­son, for­stjóri 1938 Games, í um­sögn um frum­varp fjár­málaráðherra. Fyr­ir­tækið gaf út sinn fyrsta leik 15. apríl síðastliðinn. Á fyrstu tveim­ur vik­un­um námu tekj­urn­ar hátt í 40 millj­ón­um króna. Gert er ráð fyr­ir því að tekj­ur þessa árs nemi rúm­um millj­arði króna. Ekki slæmt á fyrsta ári og und­ir­strik­ar þau gríðarlegu tæki­færi sem liggja í tölvu­leikjaiðnaði. Í hug­verkaiðnaði virðast tæki­færi okk­ar Íslend­inga vera óend­an­leg.

Í um­sögn Sam­taka leikja­fram­leiðenda var full­yrt að stuðning­ur rík­is­ins, í gegn­um Tækniþró­un­ar­sjóð og með end­ur­greiðslu á rann­sókna- og þró­un­ar­kostnaði, skipti sköp­um fyr­ir iðnaðinn. Með þeim breyt­ing­um sem Alþingi hef­ur samþykkt aukast lík­urn­ar á að hér verði til fleiri fyr­ir­tæki sem líkt og CCP geta orðið leiðandi á alþjóðavísu. Main­frame, Directi­ve Games, Solid Clouds, Mussila, Myrk­ur Games og Pa­rity eru ásamt 1938 dæmi um sprota sem eru til­bún­ir að grípa tæki­fær­in á sís­tækk­andi alþjóðleg­um markaði.

Tryggvi Hjalta­son, formaður Hug­verkaráðs Sam­taka iðnaðar­ins, benti á í um­sögn að þjóðir heims séu í kapp­hlaupi um að grípa næstu „háfram­leiðslu­ein­ing­arn­ar og tryggja að ný hug­verk verði til í hag­kerf­um“. Og það sé til mik­ils að vinna:

„Tölvu­leik­ur­inn og hug­verkið EVE On­line hjá CCP hef­ur sem dæmi fært ís­lenska hag­kerf­inu yfir 100 millj­arða króna eða 776 millj­ón doll­ara í gjald­eyris­tekj­ur á 17 árum. Gera má sér í hug­ar­lund hversu mikl­ar tekj­ur hafa komið af hug­verk­um fyr­ir­tækja eins og Öss­ur­ar, Mar­els og Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar eða hverj­ar framtíðar­tekj­ur af hug­verk­um fyr­ir­tækja eins og Kerec­is eða Nox Medical kunna að verða.“

Drif­kraft­ur fram­fara

Við Íslend­ing­ar stönd­um frammi fyr­ir harðri alþjóðlegri sam­keppni um hug­vit. Þeirri sam­keppni get­um við mætt með öfl­ugu og lif­andi mennta­kerfi en ekki síður hag­stæðu og hvetj­andi skattaum­hverfi fyr­ir at­vinnu­lífið í heild sinni og fyr­ir sprota- og ný­sköp­un­ar­starf­semi sér­stak­lega.

Ný­sköp­un er ekki eitt­hvert tísku­orð nokk­urra sér­vitr­inga í tæknifyr­ir­tækj­um eða stjórn­mála­manna sem grípa á lofti eitt­hvað sem þeim finnst já­kvætt. Ný­sköp­un á sér stað um allt sam­fé­lagið, í flest­um grein­um at­vinnu­lífs­ins.

Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er líkt og risa­stórt ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki. Í land­búnaði á sér stað ör vöruþróun og í fáum grein­um at­vinnu­lífs­ins hef­ur fram­leiðni auk­ist meira á síðustu ára­tug­um. Auk­in fram­leiðni bygg­ist á ný­sköp­un. Fram­far­ir í lækna­vís­ind­um verða ekki án rann­sókna og þró­un­ar. Ný­sköp­un hef­ur gert kleift að bjóða upp á fjar­heil­brigðisþjón­ustu. Nýj­ar kennsluaðferðir í skól­um eru ný­sköp­un. Ra­f­ræn þjón­usta hins op­in­bera er óhugs­andi án ný­sköp­un­ar. Hag­kvæm­ari rekst­ur rík­is­ins – auk­in fram­leiðni – næst ekki án ný­sköp­un­ar.

Ekk­ert frjálst þjóðfé­lag sem vill sækja fram og bæta lífs­kjör fær þrif­ist án hug­vits­manns­ins, – frum­kvöðuls­ins sem kem­ur auga á tæki­fær­in að fram­leiða nýja vöru eða bjóða nýja þjón­ustu. Hann er drif­kraft­ur fram­fara sem skapa jarðveg fyr­ir ný störf og auk­in lífs­gæði. Þjóðir sem hlúa að ein­stak­ling­um með nýj­ar hug­mynd­ir njóta vel­meg­un­ar um­fram aðrar þjóðir. Þess vegna er það ekki aðeins skyn­sam­legt held­ur nauðsyn­legt að ýta und­ir og styðja við ný­sköp­un á öll­um sviðum.

Í ein­fald­leika sín­um er ný­sköp­un fjár­fest­ing í framtíðinni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. maí 2020.