Brynjar nýjasti gestur Gjallarhornsins

Brynjar Níelsson alþingismaður var gestur í Gjallarhorninu fyrir helgi þar sem hann ræddi um hlutabótaleiðina, fjölgun opinberra starfa, RÚV á tímum Covid-19, um dómstóla landsins og lögmennsku svo eitthvað sé nefnt. Þáttinn má nálgast hér.

Stjórnendur þáttarins eru Hrafn H. Dungal og Magnús Benediktsson stjórnarmenn í Heimdalli.

Gjallarhornið er hlaðvarpsþáttur í umsjón Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Í þættinum er rætt um stjórnmálaleg málefni á mannamáli, oft ásamt góðum gestum.

Hægri hliðin ný hlaðvarpsrás

Hægri hliðin er ný hlaðvarpsrás á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar verða reglulega sendir út ýmsir þættir sem fjalla um hægri pólitík frá ýmsum sjónarhornum. Gjallarhorn og fleiri þættir verða aðgengilegir á Libsyn (sjá hér), á YouTube-rás Sjálfstæðisflokksins (sjá hér), á Spotify, Apple podcast og víðar.