Sókn og framfarir í Reykjavík

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi:

Ljóst er að yf­ir­stand­andi heims­far­ald­ur mun hafa víðtæk­ar efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar. Rík­is­stjórn Íslands hef­ur gripið til um­fangs­mik­illa aðgerða svo hefta megi út­breiðslu veirunn­ar, standa vörð um af­komu heim­il­anna og und­ir­búa kröft­uga sókn fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf. Marg­ir hafa beðið aðgerða frá Reykja­vík­ur­borg sem tryggt gætu vernd og viðspyrnu fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki.

Í mars­mánuði kynnti Reykja­vík­ur­borg fyrstu aðgerðir vegna COVID-19. Aðgerðirn­ar voru hófstillt­ar og raun­hæf­ar og um þær skapaðist sæmi­leg sátt. Frá þeim tíma hafa sviðsmynd­ir breyst – fram und­an er dýpri efna­hags­lægð en nokk­urn gat grunað. Hafi ein­hver talið aðgerðirn­ar mátt­laus­ar í upp­hafi má sann­ar­lega full­yrða nú að þær séu mátt­vana inn­legg í al­var­lega stöðu borg­ar­inn­ar. En hvers vegna gerði borg­in ekki meira?

Öðru frem­ur sterk­ur fjár­hag­ur?

Árið 2017 höfðu tekj­ur borg­ar­inn­ar auk­ist um 30 millj­arða ár­lega frá upp­hafi kjör­tíma­bils. Sam­hliða jókst skuld­setn­ing um 30 millj­arða. Tekjugóðærið var ekki nýtt til skuld­aniður­greiðslu. Borg­ar­stjóri bjó ekki í hag­inn fyr­ir mögru árin.

„Í stað þess að skapa svig­rúm til fjár­fest­inga í framtíðinni ætl­ar borg­ar­stjór­inn að fjár­festa eins og aldrei fyrr á toppi hagsveifl­unn­ar og skera svo harka­lega niður eft­ir því sem um hæg­ist og þörf fyr­ir slík­ar fjár­fest­ing­ar eykst.“ Þessi rétt­mætu um­mæli lét borg­ar­full­trú­inn Pawel Bartoszek falla árið 2018, stuttu áður en hann gekk til meiri­hluta­sam­starfs við borg­ar­stjóra.

Á dög­un­um full­yrti borg­ar­stjóri að árs­reikn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar 2019 sýndi öðru frem­ur sterk­an fjár­hag borg­ar­inn­ar eft­ir síðasta ár. Borg­ar­stjóri spar­ar ekki stóru orðin þegar fjár­hag­ur borg­ar­inn­ar er ann­ars veg­ar. Það er göm­ul saga og ný.

Árs­reikn­ing­ur­inn ber hins veg­ar fjár­hag borg­ar­inn­ar ekki fag­urt vitni. Þrátt fyr­ir tekju­aukn­ingu síðasta árs jókst skuld­setn­ing borg­ar­inn­ar um 21 millj­arð. Launa­kostnaður hækkaði sam­hliða fjölg­un stöðugilda og rekstr­ar­kostnaður jókst um 9%. Báknið stækk­ar í tekjugóðæri og tæki­færi til skuld­aniður­greiðslu eru vannýtt. Nú hef­ur lukk­an snú­ist skyndi­lega og svig­rúm til aðgerða lítið.

Baggi á borg­inni?

Ný­lega birti Reykja­vík­ur­borg niður­stöður ábata­grein­ing­ar vegna ferðaþjón­ustu í Reykja­vík. Komst borg­in að þeirri niður­stöðu að kostnaður Reykja­vík­ur af ferðamönn­um næmi 8,3 millj­örðum króna ár­lega um­fram tekj­ur. Blaut tuska í and­lit at­vinnu­grein­ar sem skil­ar meiri gjald­eyris­tekj­um en sjáv­ar­út­veg­ur­inn og stóriðjan sam­an­lagt. Þúsund­ir starfs­manna ferðaþjón­ustu sitja und­ir þeim þunga krossi að vera álitn­ar fjár­hags­leg­ur baggi á borg­inni.

Að venju er auðvelt að hrekja töl­fræðiæf­ing­ar borg­ar­stjóra. Árið 2015 greindi Deloitte op­in­ber­ar tekj­ur og gjöld vegna ferðamanna. Var­lega áætlaðar niður­stöður þess árs sýndu 11 millj­arða nett­ó­tekj­ur sveit­ar­fé­laga af ferðamönn­um. Frá þeim tíma hafa tekj­urn­ar auk­ist jafnt og þétt.

Borg­ar­stjóri er vissu­lega í vanda með eigið töl­fræðiæv­in­týri. Full­yrðing­ar hans gefa til kynna að nú, þegar ferðaþjón­ust­an ligg­ur niðri, ætti hag­ur borg­ar­sjóðs að hafa vænkast sem sam­svar­ar 8,3 millj­örðum. Það kæmi sér sann­ar­lega vel – nú á þess­um viðsjár­verðu tím­um – ef rétt reynd­ist.

Ráðumst í raun­hæf­ar aðgerðir

Langt er liðið frá fyrstu aðgerðum borg­ar­inn­ar. Frá þeim tíma hafa sviðsmynd­ir breyst og efna­hags­lægðin dýpkað. Reykja­vík­ur­borg þarf að stíga inn í viðkvæmt efna­hags­ástand með ábyrg­um og raun­hæf­um hætti.

Við þurf­um að létta álög­um af fólki og fyr­ir­tækj­um. Und­ir­rituð tel­ur rétt að hverfa frá arðgreiðslu­áform­um Orku­veit­unn­ar og lækka orku­reikn­inga heim­il­anna. Jafn­framt að fast­eigna­skatt­ar á at­vinnu­hús­næði verði lækkaðir strax. Ráðist verði í sölu dótt­ur­fyr­ir­tækja sem standa í sam­keppn­is­rekstri, Gagna­veit­unn­ar og Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða. Viðræður verði hafn­ar við stærstu vinnustaði borg­ar­inn­ar um sveigj­an­legri vinnu­tíma, svo létta megi um­ferðarálagi, líkt og reynsla und­anliðinna miss­era hef­ur sýnt.

Við þurf­um að tryggja af­komu heim­il­anna með at­vinnu­skap­andi aðgerðum. Und­ir­rituð tel­ur rétt að bjóða út rekst­ur nýrra leik­skóla­deilda og gefa einkafram­tak­inu tæki­færi til sam­fé­lags­legr­ar verðmæta­sköp­un­ar. Tryggja þarf áfram­hald­andi hús­næðis­upp­bygg­ingu með auknu svig­rúmi á bygg­inga­markaði og áfanga­skipt­um greiðslum af bygg­inga­rétti. Við þurf­um að styðja við aukna aðsókn á göngu- og hjóla­stíg­um borg­ar­inn­ar með frek­ari upp­bygg­ingu og upp­hit­un stíga. Við þurf­um að ganga til liðs við einkafram­takið um heilsu­efl­ingu fyr­ir eldri borg­ara og grunn­skóla­börn.

Við horf­um fram á djúpa efna­hags­lægð vegna áhrifa COVID-19. Fyr­ir­tæki róa lífróður, ferðaþjón­ust­an er í dauðat­eygj­un­um og af­komu heim­il­anna er ógnað. Viðfangs­efn­in fram und­an eru flók­in og brýn og marg­ir reiða sig á fum­laus viðbrögð stjórn­mál­anna. Við þurf­um að gera meira og við þurf­um að gera bet­ur. Við þurf­um að tryggja fólki og fyr­ir­tækj­um ör­ugga af­komu og öfl­uga viðspyrnu – standa vörð um frjálst og rétt­látt sam­fé­lag – og tryggja frjó­an jarðveg fyr­ir sókn og fram­far­ir. Þannig vinn­um við sam­fé­lag­inu gagn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. maí 2020.