Upptaka af hádegisfundi Bjarna og Þórdísar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður voru í beinni útsendingu í hádeginu í dag þar sem þau ræddu efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 ásamt því að svara spurningum fundarmanna.

Fóru þau yfir fyrri og seinni aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem voru kynntir 21. mars og 21. apríl – en alls er um að ræða aðgerðir stjórnvalda upp á rúma 290 milljarða króna.

Á fjórða hundrað manns tóku þátt í fundinum og bárust fjölmargar spurningar sem þau svöruðu.

Upptöku af þættinum má finna hér fyrir neðan: