Guðlaugur Þór gestur í Gjallarhorninu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er gestur í öðrum hlaðvarpsþætti af Gjallarhorni, þætti Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Stjórnandi þáttarins að þessu sinni er Hrafn H. Dungal, stjórnarmaður í Heimdalli og SUS. Þáttinn má nálgast hér.

Þar ræðir Guðlaugur Þór um borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins ekki síst núna vegna COVID-19, almennt um utanríkisþjónustuna, nýtt frumvarp um breytingar á utanríkisþjónustunni og um fríverslunarsamninga almennt.

Hægri hliðin ný hlaðvarpsrás

Hægri hliðin er ný hlaðvarpsrás á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar verða reglulega sendir út ýmsir þættir sem fjalla um hægri pólitík frá ýmsum sjónarhornum. Gjallarhorn og fleiri þættir verða aðgengilegir á Libsyn (sjá hér), á YouTube-rás Sjálfstæðisflokksins (sjá hér), á Spotify og víðar.