Tilslakanir á samkomubanni frá 4. maí

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu í hádeginu í dag á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu næstu skref stjórnvalda vegna COVID-19, m.a. tilslakanir á samkomubanni og aukið skólahald sem tekur gildi 4. maí nk.

Hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum getur hafist á ný frá og með þeim degi og eins verður hægt að opna framhaldsskóla og háskóla en með takmörkunum. Þá verða mörk samkomubanns hækkuð úr 20 manns í 50 manns.

Þá kom fram á fundinum að ýmis þjónusta s.s. hágreiðslustofur, nuddstofur og snyrtistofur geti opnað á sama tíma. Sama á við um tannlækna og söfn. Eru þessar tillögur í samræmi við tillögur frá sóttvarnarlækni.

Nánar má finna um ákvörðun stjórnvalda hér.