Nýr hlaðvarpsþáttur: Gjallarhornið kominn í loftið

Gjallarhornið er ný þáttaröð á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins. Umsjónarmenn þáttarins eru Veronika Steinunn Magnúsdóttir formaður Heimdallar og Garðar Árni Garðarsson framkvæmdastjóri Heimdallar.

Kórónuveirufaraldurinn geisar yfir og hafa stjórnvöld og sveitarstjórnir þurft að bregðast fljótt við breyttum aðstæðum. Fyrsti þáttur Gjallarhornsins er tileinkaður borginni og COVID-19.

Eyþór Laxdal Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur var gestur hjá þeim Garðari Árna og Veroniku Steinunni og ræddu þau um aðgerðir borgarinnar vegna ástandsins og um borgarmálin almennt. Þáttinn má nálgast hér.

Hægri hliðin ný hlaðvarpsrás

Hægri hliðin er ný hlaðvarpsrás á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar verða reglulega sendir út ýmsir þættir sem fjalla um hægri pólitík frá ýmsum sjónarhornum. Þættirnir verða aðgengilegir á Libsyn (sjá hér), á YouTube-rás Sjálfstæðisflokksins, á Spotify og víðar.