Nýr þáttur af Pólitíkinni kominn í loftið

Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA og Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis voru gestir þessarar viku í Pólitíkinni, hlaðvarpsþætti á vegum Sjálfstæðisflokksins sem Guðfinnur Sigurvinsson stýrir. Þáttinn má nálgast hér. Þátturinn var tekinn upp 3. apríl 2020.

Ræddu þau málefni líðandi viku, áhrif COVID-19 á atvinnulíf í landinu og hvernig mögulega þurfi að koma enn frekar til móts við atvinnulífið á þessum fordæmalausu tímum, vinnumarkaðsmál o.fl.

Hægri hliðin ný hlaðvarpsrás

Hægri hliðin er ný hlaðvarpsrás á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þar verða reglulega sendir út ýmsir þættir sem fjalla um hægri pólitík frá ýmsum sjónarhornum. Þættirnir verða aðgengilegir á Lybsyn (sjá hér), á YouTube-rás Sjálfstæðisflokksins, á Spotify og víðar.