Fyrsti leikhluti – skjól myndað

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Eft­ir að hafa gengið 16 hringi um Alþing­is­húsið og inn í þingsal til að greiða at­kvæði samþykktu þing­menn á mánu­dags­kvöld mik­il­væg laga­frum­vörp og eina þings­álykt­un­ar­til­lögu, vegna aðgerða stjórn­valda til að verja ís­lenskt efna­hags­líf vegna heims­far­ald­urs COVID-19. Óhætt er að full­yrða að all­ir þing­menn hafi áttað sig á að þar með sé varn­araðgerðum ekki lokið. Langt í frá.

Í nefndaráliti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar um laga­frum­varp um aðgerðir til að mæta efna­hags­leg­um áföll­um er bent á hið aug­ljósa: „Náin og góð sam­vinna Alþing­is, rík­is­stjórn­ar, Seðlabanka og aðila vinnu­markaðar­ins, skipt­ir sköp­um þegar tek­ist er á við efna­hags­lega erfiðleika.“

Við höf­um séð hvernig hægt er að láta pen­inga­mál og rík­is­fjár­mál vinna sam­an. Seðlabank­inn hef­ur gripið til rót­tækra aðgerða. Meg­in­vext­ir bank­ans hafa lækkað og hafa aldrei verið lægri – 1,75%. Bindiskylda banka hef­ur verið lækkuð um 40 millj­arða og sveiflu­jöfn­un­ar­auki hef­ur verið af­num­inn. Geta bank­anna til að styðja við heim­ili og fyr­ir­tæki hef­ur verið auk­in og myndað hef­ur verið 350 millj­arða svig­rúm til nýrra út­lána. Seðlabank­inn hef­ur einnig ákveðið að hefja bein kaup á skulda­bréf­um rík­is­sjóðs á eft­ir­markaði. Þannig er stutt við stefn­una í rík­is­fjár­mál­um og stuðlað að því að stefna Seðlabank­ans um tryggja jafnt heim­il­um og fyr­ir­tækj­um lægri fjár­mögn­un­ar­kostnað, nái fram að ganga.

Próf­steinn á bank­ana

Á kom­andi vik­um og mánuðum er mik­il­vægt að viðskipta­bank­arn­ir standi þétt við bakið á viðskipta­vin­um sín­um. „Vaxta­lækk­un, af­nám sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ans, lægri bindiskylda lausa­fjár og lækk­un sér­staks banka­skatts, verður að birt­ast í hag­stæðari lána­kjör­um fyr­ir­tækja og heim­ila,“ seg­ir í áliti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar. Hvernig viðskipta­bank­arn­ir standa að verki verður próf­steinn fyr­ir þá og get­ur orðið lyk­ill­inn að því að auka traust á banka­kerf­inu.

Með af­greiðslu laga­frum­varpa á mánu­dag­inn er fyr­ir­tækj­um m.a. gef­inn kost­ur á því að fresta allt að þrem­ur gjald­dög­um staðgreiðslu og trygg­inga­gjalds fram á næsta ár til að bæta lausa­fjár­stöðuna. Á þriggja mánaða tíma­bili má ætla að frest­un tekju­skatts, út­svars og trygg­inga­gjalds hjá launa­greiðend­um öðrum en op­in­ber­um aðilum, nemi um 100 millj­örðum króna. Einnig er gjald­dagi helm­ings op­in­berra gjalda í mars fram­lengd­ur til 15. janú­ar 2021. Áætlað er að um­fangið sé um 11 millj­arðar.

Af­nám gistinátta­gjalds til árs­loka 2021, út­tekt sér­eign­ar­sparnaðar og auk­in end­ur­greiðsla virðis­auka­skatts vegna vinnu létta und­ir með at­vinnu­líf­inu og örva það. Barna­bóta­auki og upp­bót til ör­orku­lífs­eyr­isþega skipt­ir miklu.

Það verður stigið á bens­ín­gjöf­ina þegar kem­ur að fjár­fest­ing­um. Sam­tals verða fjár­fest­ing­ar hins op­in­bera aukn­ar um 22,5 millj­arða um­fram það sem áður var ákveðið. Þetta þýðir að fjár­fest­ing­ar rík­is­ins verða um 37% meiri en á síðasta ári og nær 80% meiri en árið 2017 – hækk­un um nær 41 millj­arð. Alls verða fjár­fest­ing­ar rík­is­ins því liðlega 92 millj­arðar en því til viðbót­ar koma fjár­fest­ing­ar rík­is­fyr­ir­tækja.

Allt þetta veg­ur þungt í varn­araðgerðum gegn efna­hags­leg­um þreng­ing­um. Og öll­um er orðið ljóst hve mik­il­vægt það var að Alþingi sam­einaðist fyr­ir nokkr­um dög­um um frum­varp um hluta­störf þar sem rík­is­sjóður greiðir allt að 75% launa fólks. Þannig eru störf­in var­in og reynt að tryggja eins og unnt er að ráðning­ar­sam­band milli launa­fólks og fyr­ir­tækja hald­ist í gegn­um erfiða tíma.

Tíma­bundið skjól

Eitt er að mynda tíma­bundið skjól og annað að búa svo um hnút­ana að at­vinnu­lífið komi ekki út úr hremm­ing­un­um svo skuld­um vafið að fyr­ir­tæk­in hafi enga mögu­leika á því að nýta tæki­fær­in sem bjóðast þegar birt­ir yfir. Það er aug­ljóst að flest ef ekki öll fyr­ir­tæki verða skuld­sett­ari eft­ir hörm­ung­arn­ar – sum mjög skuld­sett. Mörg verða að nýta sér greiðslu­fresti op­in­berra gjalda fram á næsta ár og greiðslu­fresti á bankalán­um. Til að kom­ast í gegn­um brot­sjó­inn verður lífs­nauðsyn­legt fyr­ir fjölda fyr­ir­tækja að fá brú­ar­lán sem að hluta verð með ábyrgð rík­is­ins. Ekki þarf að fara mörg­um orðum um mik­il­vægi þess að þar sitji fyr­ir­tæki við sama borð og séu und­ir sömu viðmið sett.

Í raun má halda því fram að með tíma­bundn­um skjóli – í viðleitni okk­ar að verja launa­fólk og fyr­ir­tæk­in – séum við ýta snjó­bolt­an­um (sem stækk­ar) á und­an okk­ur. Það er á marg­an hátt skyn­sam­legt til að fá heild­stæðari mynd af stöðunni þannig að hægt sé að grípa til frek­ari mark­vissra aðgerða.

Hætt­an er hins veg­ar sú að með viðamikl­um og rót­tæk­um tíma­bundn­um aðgerðum sé búið til svika­logn. Þótt öll okk­ar at­hygli og kraft­ur fari þessa dag­ana í að leysa bráðavanda í efna­hags­líf­inu, verðum við að horfa lengra fram í tím­ann. Ann­ars er sú hætta fyr­ir hendi að stór hluti fyr­ir­tækj­anna verði lif­andi dauður.

Það væri blekk­ing að halda því fram að all­ar þær skatt­tekj­ur sem ákveðið hef­ur verið að fresta fram á kom­andi ár inn­heimt­ist í rík­iskass­ann á end­an­um. Því miður eru lík­ur á að mörg fyr­ir­tæki sigli í þrot á næstu mánuðum – skatt­ar af þeim verða ekki inn­heimt­ir. Önnur fyr­ir­tæki sem standa af sér hremm­ing­arn­ar verða fjár­hags­lega veik­b­urða og munu eiga erfitt með að standa skil á op­in­ber­um gjöld­um. Það kann að verða skyn­sam­legt fyr­ir ríki og sveit­ar­fé­lög að fella niður slík­ar skuld­ir. En komi til þess er mik­il­vægt að unnið sé eft­ir gagn­sæj­um regl­um og tryggt að þeim fyr­ir­tækj­um sem ekki neydd­ust til að nýta sér greiðslu­fresti, verði ekki refsað.

Upp­stokk­un skatta- og gjalda­kerf­is

Ríki og sveit­ar­fé­lög kom­ast ekki und­an því að gera rót­tæk­ar breyt­ing­ar á skatta- og gjald­kerfi at­vinnu­lífs­ins til fram­búðar. Í þeirri vinnu verða skila­boðin að vera skýr: Reglu­verk og skattaum­hverfi at­vinnu­lífs­ins verður sniðið til að efla fyr­ir­tæk­in, lít­il og stór, auka sam­keppn­is­hæfni þeirra, arðsemi og getu til að standa und­ir góðum laun­um.

Fleira þarf að koma til. Tryggja verður aðgengi fyr­ir­tækja, ekki síst sprota­fyr­ir­tækja, að áhættu­fé og þar skipt­ir öfl­ug­ur hluta­bréfa­markaður miklu. Í öll­um sam­keppn­islönd­um okk­ar er hluta­bréfa­markaður upp­spretta fjár­magns og veit­ir fyr­ir­tækj­um og frum­kvöðlum aðgang að nauðsyn­legu áhættu­fé. Ég hef áður bent á að skil­virk­ur hluta­bréfa­markaður sé óaðskilj­an­leg­ur hluti öfl­ugs efna­hags­lífs. Þess vegna eigi sterk­ur markaður þar sem fyr­ir­tæki hafa greiðan aðgang að fjár­magni til fjár­fest­ing­ar og vaxt­ar að vera keppikefli stjórn­valda ekki síður en að byggja upp skil­virk­an og sam­keppn­is­hæf­an fjár­mála­markað í heild sinni.

Und­ir lok síðasta árs lagði ég ásamt nokkr­um sam­herj­um mín­um fram frum­varp þar sem ein­stak­ling­um er veitt heim­ild, með ákveðnum tak­mörk­un­um, til að draga frá tekju­skatti kaup á skráðum hluta­bréf­um og hlut­deild­ar­skír­tein­um verðbréfa- og hluta­bréfa­sjóðs sem eru skráð á skipu­leg­an verðbréfa­markað eða fjár­festa ein­göngu í skráðum hluta­bréf­um. Mark­mið okk­ar er ekki aðeins að byggja und­ir skil­virk­an hluta­bréfa­markað held­ur ekki síður að samþætta bet­ur hags­muni launa­fólks og fyr­ir­tækj­anna. Frum­varpið er skref í þá átt að láta gaml­an draum ræt­ast um að fyr­ir­tæki geti boðið starfs­mönn­um sín­um eign­ar­hlut og þar með hlut­deild í arðsemi fyr­ir­tæk­is­ins. Frum­varpið er lítið dæmi um að hverju þarf að huga til framtíðar.

Aðgerðir stjórn­valda síðustu daga og vik­ur hafa verið nauðsyn­leg­ar en eru aðeins part­ur af fyrsta leik­hluta í varn­ar­leik ís­lensks sam­fé­lags. Því miður vit­um við ekki hversu marg­ir leik­hlut­arn­ir kunna að verða. Það kæmi mér hins veg­ar ekki á óvart að það sé styttra en við höld­um í að varn­ar­leik­ur snú­ist í sókn­ar­leik.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. apríl 2020.