Stöndum saman um léttari byrðar

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Á síðasta borg­ar­stjórn­ar­fundi lögðu borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fram til­lögu í fimm liðum til að styðja við at­vinnu­lífið á gríðarlega erfiðum tím­um COVID-19. Hún var at­vinnumiðuð. Niður­sveifl­an er gríðar­djúp og hörð. Fyrstu töl­ur um at­vinnu­skerðingu og upp­sagn­ir eru gríðarlega háar. Það er hlut­verk okk­ar að niður­sveifl­an verði sem styst. Án fyr­ir­tækj­anna í borg­inni eru ekki störf. Án at­vinnu er ekki út­svar. Aðaláhersl­ur okk­ar eru að styðja fyr­ir­tæk­in með því að skatt­ar og gjöld lækki. Ríkið hef­ur lagt fram öfl­ug­ar mót­vægisaðgerðir. Seðlabank­inn aukið inn­grip sín. Sveit­ar­fé­lög­in mega ekki skor­ast und­an. Á síðasta borg­ar­ráðsfundi var samþykkt­ur aðgerðapakki sem ger­ir ráð fyr­ir fyrstu skatta­lækk­un­um borg­ar­inn­ar í lang­an tíma. Það eru ákveðin tíma­mót. Þá eru greiðslu­frest­ir fast­eigna­gjalda samþykkt­ir til að létta róður­inn í gegn­um niður­sveifl­una. Viðhalds­fram­kvæmd­um og öðrum verk­efn­um flýtt. Dótt­ur­fé­lög borg­ar­inn­ar hvött til að gera slíkt hið sama. Þetta eru fyrstu aðgerðir borg­ar­inn­ar og er mik­il­vægt að staðan sé end­ur­met­in jafnt og þétt. Í maí ætt­um við að sjá bet­ur hversu djúp niður­sveifl­an verður. Það er hlut­verk okk­ar að milda hana og stuðla að viðspyrnu í ferðamál­um þegar aðstæður skap­ast á ný.

Stönd­um sam­an um störf­in

Með þess­um nú samþykktu til­lög­um er verið að gefa nokk­urn slaka. Og það er líka verið að gefa von. Samstaða um sótt­varn­ir skipt­ir miklu máli. Fyr­ir okk­ur öll. Samstaða um að létta á álög­um at­vinnu­lífið skipt­ir ekki síður máli. Við mun­um fylgja þessu eft­ir með frek­ari til­lög­um sem von­andi fá braut­ar­gengi. Þó að sumt kosti tals­verða fjár­muni er enn dýr­ara að gera ekki neitt. Borg­in þarf nú að for­gangsraða upp á nýtt. Gera veru­leg­ar breyt­ing­ar á fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætl­un. Lægri skatt­ar og gjöld eru skjót­asta leiðin til að létta greiðslu­byrðina og hjálpa líf­væn­leg­um fyr­ir­tækj­um í gegn­um brimskafl­inn. Við fjár­fest­um best í framtíðinni með því að treysta fyr­ir­tæk­in í borg­inni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. mars 2020.