Ísland tekur þátt í lokun ytri landamæra

„Ísland mun taka þátt í ferðabanni ásamt öðrum Schengen ríkjum. Bannið mun ekki hafa bein áhrif á vöru­flutn­inga held­ur á þetta ein­ung­is við um ferðamenn utan Schengen sem verður þá ekki leng­ur heim­ilt að koma til lands­ins,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á facebook-síðu sinni.

Hún bendir jafnframt á að komum ferðamanna sé að mestu sjálfhætt vegna veirunnar

„Þrátt fyr­ir að ferðabann hafi ekki verið of­ar­lega hjá okk­ar sér­fræðing­um sem ár­ang­urs­rík aðferð gegn út­breiðslu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins þá hef­ur verið biðlað til okk­ar að taka þátt í lok­un landa­mæra ESB- og Schengen-ríkj­anna og við eig­um óhægt um vik að skor­ast und­an því,“ segir ráðherrann.

Hún segir alþjóðlegt og svæðisbundið samstarf mikilvægt í baráttunni gegn veirunni og að samstarf ESB- og EES-ríkjanna sé mikilvægt í því samhengi.

„Á grundvelli þess og mati á okk­ar hags­mun­um þá mun­um við taka þátt í aðgerðum Schengen-ríkj­anna og loka hér ytri landa­mær­um.

Við höfum ít­rekað bent á okk­ar sér­stöðu inn­an svæðis­ins síðustu daga. Við erum eyja langt frá öðrum lönd­um og við eig­um meira und­ir flug­sam­göng­um og við höf­um því beðið um að sér­stakt til­lit verði tekið til okk­ar þegar við sjá­um fyr­ir að við vilj­um fara aflétta þess­ari lok­un,” segir Áslaug Arna.