Við erum öll almannavarnir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Við lif­um á mikl­um óvissu­tím­um. Heims­far­ald­ur geis­ar og hann mun reyna á þolgæði okk­ar allra. Frá því að far­ald­ur­inn hófst í Kína hafa sér­fræðing­ar í sótt­vörn­um og full­trú­ar okk­ar í al­manna­vörn­um unnið mikið starf við að greina vand­ann og leggja fram áætlan­ir um það hvernig skyn­sam­legt sé að bregðast við. Þeir hafa stýrt aðgerðum og far­ist það verk­efni vel úr hendi.

Áhersla stjórn­valda og fram­línu­fólks al­manna­varna er að dreifa smitálagi með þeim hætti að verja veik­ustu hóp­ana og teygja á smit­kúrf­unni þannig að heil­brigðis­kerfið ráði sem best við að sinna þeim sem veik­ast­ir verða í far­aldr­in­um. Smit í sam­fé­lag­inu er óhjá­kvæmi­legt, en mik­il­væg­ast er að smitið sé hjá þeim sem ólík­leg­ast­ir eru til að fá al­var­leg ein­kenni.

Þetta er gert með mark­viss­um og tíma­sett­um inn­grip­um eins og því sam­komu­banni sem nú stend­ur yfir. Fyrsta áskor­un­in til okk­ar var al­menn smit­gát. Handþvott­ur, spritt­un, fjar­lægð frá næstu mann­eskju og gott hrein­læti eru áhrifa­rík­ar leiðir til að koma í veg fyr­ir smit. Með því að vera öll al­manna­varn­ir náum við best­um ár­angri.

Öll eig­um við ein­hvern ná­inn sem telst í meiri áhættu af því að veikj­ast illa af Covid-19 veirunni. Þess vegna er mik­il­vægt að við höld­um áfram að vanda okk­ur og verja þá sem veik­ast­ir eru fyr­ir. Við þekkj­um það öll að finna fyr­ir ótta, ým­ist vegna okk­ar sjálfra eða þeirra sem næst okk­ur standa. Ótt­inn má hins veg­ar ekki stjórna okk­ur.

Það er aðdá­un­ar­vert að fylgj­ast með því hvernig þorri fólks hef­ur brugðist við af yf­ir­veg­un og skyn­semi og ekki látið ótt­ann ná yf­ir­hönd­inni. Við þurf­um á því að halda og mun­um þurfa þess áfram. Hvernig við bregðumst við í mót­læti seg­ir mikið um okk­ur sjálf.

Við sjá­um fólk taka við sér víða um sam­fé­lagið og leggja hönd á plóg til að gera þessa tíma bæri­legri. Fjöldi heil­brigðis­starfs­manna hef­ur svarað kalli land­lækn­is um skrán­ingu til að mæta auk­inni þörf og ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki bjóða fram hjálp við ýmis mik­il­væg verk­efni.

Við erum öll al­manna­varn­ir. Smæð sam­fé­lags­ins hjálp­ar okk­ur að tak­ast á við þetta. Það myndi þó aldrei duga eitt og sér ef ekki kæmi til hug­ar­far kjarks og ábyrgðar. Okk­ur ber skylda til að leggja okk­ar af mörk­um og það sjá­um við að fólk ger­ir í stór­um stíl.

Þjóðin hef­ur staðið sam­einuð til þessa í viðbrögðum við þess­um vá­gesti. Ég hef fulla trú á að svo muni áfram verða. Stjórn­völd, sér­fræðing­ar og all­ur sá fjöldi sem sinn­ir al­manna­vörn­um leggja mikið á sig til að allt megi fara eins vel og hægt er. Þeim ber að þakka, en ekki síður al­menn­ingi fyr­ir sitt fram­lag. Þessi staða hef­ur kallað fram það besta í okk­ur sem þjóð, sam­stöðu, sam­heldni og kær­leika. Á þeim grunni för­um við í gegn­um þetta sam­an.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars 2020.