Veiruleg tækifæri

Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum:

Það fer ekki fram­hjá ein­um ein­asta Íslend­ingi að far­sótt geis­ar á land­inu, upp­lýs­ingaflæði um smit­fjölda, stökk­breyt­ingu, dán­ar­töl­ur, sótt­kví og sam­komu­bönn vekja óneit­an­lega áhyggj­ur, kvíða og aðrar óþægi­leg­ar til­finn­ing­ar hjá mörg­um. Vandað og fag­legt upp­lýs­ingaflæði er þó af hinu góða þar sem vanþekk­ing elur á for­dóm­um og hræðslu.

Þrátt fyr­ir erfiða óvissu­tíma mun þessi far­ald­ur að öll­um lík­ind­um leggja mik­il­væga horn­steina að framtíð sam­fé­laga í heim­in­um og á end­an­um auka lífs­gæði, fjölga tæki­fær­um og efla þjón­ustu við íbúa og þá ekki síst þeirra sem búa í dreifðari byggðum. En hvað gef­ur til­efni til slíkr­ar bjart­sýni?

Neyðin kenn­ir naktri

Við þær for­dæma­lausu aðstæður sem við stönd­um frammi fyr­ir í dag þar sem marg­ar stórþjóðir hafa gripið til örþrifaráða á borð við að loka skól­um, loka stór­um vinnu­stöðum, hjúkr­un­ar­heim­il­um og sett heilu héruðin í sótt­kví mynd­ast ákveðin eft­ir­spurn. Mik­il og vax­andi eft­ir­spurn eft­ir öfl­ug­um tækni­lausn­um mun þvinga mann­kynið hraðar og lengra inn í 21. öld­ina og þau tæki­færi sem auk­in starf­semi í gegn­um tölvu­skjái get­ur veitt okk­ur.

Framtíðin felst í fjar­tækni

Tak­markaðasta auðlind ein­stak­lings­ins og því um leið sú dýr­mæt­asta er án efa tím­inn. Það er orðið æ al­geng­ara að báðir for­eldr­ar séu úti­vinn­andi, sinni ekki bara börn­um og starfi held­ur áhuga­mál­um, lík­ams­rækt, sjálf­um sér og hvort öðru. Frá alda­mót­um hef­ur nem­end­um á há­skóla­stigi fjölgað um ríf­lega 76%. Á sama tíma eru auk­in sam­göngu­vanda­mál, meiri um­ferð og þ.a.l. auk­in meng­un orðin að skipu­lags- og lofts­lags­vanda­mál­um sem snerta nær alla. Með þeim heims­far­aldri sem við stönd­um frammi fyr­ir í dag munu án efa skap­ast tæki­færi sem leiða til betri nýt­ing­ar á þess­ari mik­il­vægu auðlind mann­kyns­ins, tím­an­um, og um leið draga úr þörf ein­stak­linga fyr­ir meng­andi sam­göng­ur. Frelsi ein­stak­linga mun aukast til muna hvað varðar mögu­leika á fjar­vinnu, fjar­námi og að sækja sér fjar­heil­brigðisþjón­ustu svo dæmi séu tek­in.

Fjar­vinna, fjar­nám og fjar­heil­brigðisþjón­usta

Fjar­vinna hef­ur auk­ist á und­an­förn­um árum, en slíkt fyr­ir­komu­lag get­ur dregið úr rekstr­ar­kostnaði og yf­ir­bygg­ingu fyr­ir­tækja og aukið starfs­ánægju starfs­manna. Fjar­vinna hef­ur auk­ist stór­kost­lega víða um heim í kjöl­far út­breiðslu far­ald­urs­ins og verður Ísland þar eng­in und­an­tekn­ing. Nauðsyn­legt er að innviðir sam­fé­lags­ins séu í stakk bún­ir fyr­ir slíka þróun en í lok síðasta árs voru rétt rúm­lega 80% ís­lenskra heim­ila tengd ljós­leiðara og er Ísland í öðru sæti í Evr­ópu hvað varðar hlut­fall virkra ljós­leiðara­teng­inga á heim­il­um næst á eft­ir Lett­landi, en bet­ur má ef duga skal.

Í 20 blaðsíðna stefnu Há­skóla Íslands til árs­ins 2021, há­skóla allra lands­manna, er orðið fjar­nám ein­ung­is að finna á ein­um stað og í 19 blaðsíðna drög­um mennta­málaráðuneyt­is­ins að nýrri mennta­stefnu til árs­ins 2030 kem­ur fjar- og dreif­nám fyr­ir þris­var sinn­um án út­færslna eða skýr­inga á því hvernig og með hvaða hætti eigi að efla fjar­nám á Íslandi. Áhersla á fjar­nám þarf að vera mun um­fangs­meiri, ákveðnari og af­markaðri í þeirri stefnu­mörk­un að mati und­ir­ritaðrar.

Ný­verið aug­lýsti Land­læknisembættið eft­ir verk­efna­stjóra um mál­efni fjar­heil­brigðisþjón­ustu en Ísland er nokkuð á eft­ir öðrum lönd­um hvað varðar þróun slíkr­ar þjón­ustu. Ísland hef­ur aft­ur á móti alla burði til að geta orðið leiðandi afl í veit­ingu fjar­heil­brigðisþjón­ustu og á sama tíma bætt þannig grunnþjón­ustu við alla íbúa lands­ins sama hvar á land­inu þeir búa en lands­byggðin hef­ur und­an­far­in ár mætt mikl­um niður­skurði hvað heil­brigðisþjón­ustu varðar.

Stuðning­ur hins op­in­bera lyk­il­atriði

Þrátt fyr­ir verðugt verk­efni sem rík­is­stjórn Íslands stend­ur frammi fyr­ir í dag hvað far­ald­ur­inn varðar þá er nauðsyn­legt á sama tíma að und­ir­búa jarðveg­inn fyr­ir framtíðina. Mik­il­vægt er að heild­ræn stefna um fjarþjón­ustu á Íslandi sé mörkuð af þeim ráðuneyt­um sem eru í far­ar­broddi hvað slíka þjón­ustu varðar, þar gegna heil­brigðisráðherra, mennta­málaráðherra, ný­sköp­un­ar­ráðherra og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra lyk­il­hlut­verk­um.

Und­ir­rituð hvet­ur rík­is­stjórn Íslands til að sjá tæki­fær­in, hamra járnið, auðvelda reglu­verk­in, búa til hvata og stuðning til að hið op­in­bera en ekki síst einkaaðilar sem sjá tæki­færi í veit­ingu og notk­un fjarþjón­ustu hafi um­hverfi sem nær­ir það og ger­ir þjón­ust­unni kleift að vaxa og dafna íbú­um til hags­bóta og sam­fé­lag­inu til fram­fara. Lands­menn alla hvet ég til að halda ró sinni, gleym­um ekki að anda með nef­inu, þvoum okk­ur vel um hend­urn­ar og fylgj­um til­mæl­um Land­læknisembætt­is­ins. Öll él birt­ir upp um síðir.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 12. mars 2020.