Nýjar reglur um skipan sendiherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra:

Þegar best læt­ur vinn­ur ut­an­rík­isþjón­ust­an sem einn maður að því að standa vörð um hags­muni lands og þjóðar á alþjóðavett­vangi. Stjórn­end­ur í ut­an­rík­isþjón­ust­unni eru að stór­um hluta úr hópi sendi­herra. Þeir gegna ým­ist stjórn­un­ar­stöðum í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu eða veita sendiskrif­stof­um for­stöðu. Al­geng­ast er að þeir sem gegna þess­um embætt­um hafi helgað fer­il sinn störf­um í ut­an­rík­isþjón­ust­unni og öðlast fram­gang í starfi uns þeir hafa orðið sendi­herr­ar. Þó hef­ur einnig tíðkast í nokkr­um mæli að skipa sendi­herra sem ekki koma úr röðum starfs­manna ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar. Hafa þeir í störf­um sín­um á öðrum vett­vangi, svo sem stjórn­mál­um og viðskipt­um, byggt upp þekk­ingu og tengsl á sviði alþjóðamála sem gagn­ast í hags­muna­gæslu fyr­ir Ísland.

Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag ekki galla­laust

Þetta fyr­ir­komu­lag hef­ur að mörgu leyti gef­ist vel en það er ekki galla­laust. Sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um hef­ur ráðherra að mestu leyti frjáls­ar hend­ur við skip­an sendi­herra. Eng­ar sér­stak­ar hæfnis­kröf­ur eru gerðar til sendi­herra um­fram það sem al­mennt tíðkast og embætti þeirra eru und­anþegin aug­lýs­inga­skyldu áður en í þau er skipað. Þessi skip­an mála hef­ur sætt gagn­rýni. Auk þess hef­ur sendi­herr­um fjölgað jafnt og þétt hin síðustu ár og er nú svo komið að fjöldi þeirra sam­ræm­ist illa um­fangi og verk­efn­um ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar. Þetta hef­ur einnig leitt til þess að fram­gang­ur yngri starfs­manna hef­ur reynst hæg­ari en ella enda er þröngt á fleti fyr­ir þegar fjórðung­ur starfs­manna ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar gegn­ir stjórn­enda­stöðu.

Breyt­ing­ar nauðsyn­leg­ar

Ég hef sem ut­an­rík­is­ráðherra ekki skipað neinn nýj­an sendi­herra eft­ir að ég tók við embætti en þegar ég tók við hinn 11. janú­ar 2017 voru þeir 40 tals­ins og hef­ur síðan fækkað um fjóra. Það er eins­dæmi í síðari tíma sögu ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar að meira en þrjú ár líði án þess að nýr sendi­herra sé skipaður. Raun­ar þarf að leita aft­ur til ár­anna 1961-1964 til að finna jafn langt tíma­bil án þess að nýr sendi­herra sé skipaður. Hefði ég haldið áfram á sömu braut og flest­ir for­vera minna þá væri heild­ar­fjöldi sendi­herra nú kom­inn vel á fimmta tug­inn. Í mín­um huga er ljóst að óbreytt fyr­ir­komu­lag stenst ekki leng­ur. Ég hef því ákveðið að leggja til breyt­ing­ar á lög­um um ut­an­rík­isþjón­ust­una sem miða að því að koma á fast­ari skip­an við val á sendi­herr­um til framtíðar án þess að fórna já­kvæðum eig­in­leik­um nú­gild­andi fyr­ir­komu­lags. Eru breyt­ing­arn­ar í gróf­um drátt­um fjórþætt­ar.

Þak á fjölda sendi­herra

Í fyrsta lagi er lagt til í frum­varp­inu að sett verði þak á fjölda sendi­herra á hverj­um tíma. Verði frum­varpið að lög­um tek­ur fjöldi sendi­herra fram­veg­is mið af fjölda sendiskrif­stofa sem ut­an­rík­isþjón­ust­an starf­ræk­ir. Hér er um grund­vall­ar­breyt­ingu að ræða, enda eru í dag eng­in tak­mörk í lög­um fyr­ir fjölda sendi­herra. Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að þeir verði hverju sinni ekki fleiri en fjöldi sendiskrif­stofa að fimmt­ungi viðbætt­um. Í dag starf­ræk­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið alls 25 sendiskrif­stof­ur. Nái þessi breyt­ing fram að ganga verður há­marks­fjöldi sendi­herra 30 en þeir eru í dag 36 tals­ins. Þetta þýðir að eng­inn sendi­herra verður skipaður fyrr en þeim hef­ur fækkað niður fyr­ir þrjá­tíu miðað við óbreytt­an fjölda sendiskrif­stofa.

Aug­lýs­inga­skylda og hæfnis­kröf­ur

Í öðru lagi mæl­ir frum­varpið fyr­ir um skyldu til að aug­lýsa laus embætti sendi­herra og um­sækj­end­um um þau gert að upp­fylla lögákveðin hæfis­skil­yrði. Hér er einnig um grund­vall­ar­breyt­ingu að ræða, enda eru embætti sendi­herra nú und­anþegin aug­lýs­inga­skyldu. Þessi breyt­ing þýðir að al­mennt muni eng­inn taka við embætti sendi­herra nema að und­an­geng­inni aug­lýs­ingu og hæfn­ismati. Ger­ir frum­varpið ráð fyr­ir að um­sækj­end­ur verði að hafa há­skóla­próf og reynslu af alþjóða- og ut­an­rík­is­mál­um. Með þessu verður sköpuð um­gjörð utan um embætti sendi­herra sem ætla má að komi einkum úr röðum hæf­ustu starfs­manna ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar, þar sem reynsla, þekk­ing og færni verður kjarn­inn í stjórn­enda­hópn­um. Slíkt er nauðsyn­legt til að tryggja stöðug­leika og festu í starf­semi ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar og búa hana und­ir að tak­ast á við áskor­an­ir til framtíðar.

Sterk um­gjörð um sér­stak­ar skip­an­ir

Í þriðja lagi er lagt til að ráðherra verði heim­ilt að skipa ein­stak­ling tíma­bundið til allt að fimm ára í embætti sendi­herra til að veita sendiskrif­stofu for­stöðu eða að gegna hlut­verki sér­staks er­ind­reka án þess að starfið yrði aug­lýst. Skip­un þeirra sem koma að starfi sínu með þess­um hætti verður þó hvorki heim­ilt að fram­lengja eða senda annað og fjöldi þeirra má ekki nema meira en fimmt­ungi af heild­ar­fjölda skipaðra sendi­herra. Að þessu marki yrði ráðherra áfram heim­ilt að leita út fyr­ir raðir fastra starfs­manna ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar eft­ir sendi­herr­um sem hafa aflað sér sérþekk­ing­ar, reynslu og tengsla á öðrum vett­vangi, svo sem í stjórn­mál­um eða í at­vinnu­líf­inu, til að ann­ast af­mörkuð verk­efni í þágu hags­muna Íslands á alþjóðavett­vangi. Með þessu móti verður þeirri heim­ild, sem nú er ótak­mörkuð, sett­ar mál­efna­leg­ar skorður.

Auk­inn sveigj­an­leiki og tæki­færi fyr­ir yngra fólk

Í fjórða lagi er gert ráð fyr­ir þeirri breyt­ingu með frum­varp­inu að ráðherra geti tíma­bundið sett lægra setta starfs­menn, sendi­full­trúa, í embætti sendi­herra. Þenn­an hóp fylla að jafnaði þeir sem eiga að baki lang­an og far­sæl­an fer­il í þjón­ust­unni og hafa unnið sig upp inn­an henn­ar án þess að vera orðnir sendi­herr­ar. Þessi breyt­ing þjón­ar fyrst og fremst þeim til­gangi að nýta bet­ur starfs­krafta sendi­full­trúa og veita einkum hæfi­leika­ríku yngra fólki í ut­an­rík­isþjón­ust­unni auk­in tæki­færi á fram­gangi í starfi. Það ástand sem að fram­an er lýst, þar sem sendi­herr­ar hafa verið mun fleiri en verk­efni ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar krefjast, hef­ur gert það að verk­um að stór hóp­ur sendi­full­trúa hef­ur haft litla mögu­leika á fram­gangi í starfi. Með þessu móti gefst kost­ur á að nýta krafta þessa hóps án þess að til eig­in­legr­ar skip­un­ar sendi­herra kæmi. Vegna þess hvernig þessi hóp­ur er sam­an sett­ur eyk­ur þessi breyt­ing jafn­framt á mögu­leika kvenna til að fá fram­gang með þess­um hætti og þar með til að ná fram auknu jafn­rétti kynj­anna í röðum þjón­ust­unn­ar.

Mik­il­væg­ar grund­vall­ar­breyt­ing­ar

Íslend­ing­ar verða að geta treyst því að ut­an­rík­isþjón­ust­an sé á hverj­um tíma sem best í stakk búin til að gæta hags­muna lands og þjóðar á alþjóðavett­vangi og í sam­skipt­um við önn­ur ríki. Á síðustu árum hafa verið gerðar marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar á áhersl­um og skipu­lagi ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar til að nýta fjár­muni og starfs­krafta eins og best verður á kosið. Breyt­ing­ar á skip­an sendi­herra eru þátt­ur í þessu ferli. Um er að ræða grund­vall­ar­breyt­ing­ar sem bæta úr ágöll­um á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi. Þess­ar breyt­ing­ar tryggja nauðsyn­legt jafn­vægi milli festu og sveigj­an­leika inn­an ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar þar sem þekk­ing og reynsla af alþjóðamál­um mynd­ar kjarn­ann án þess að við miss­um af tæki­færi til að nýta jafn­framt hæfi­leika og reynslu ein­stak­linga frá öðrum sviðum þjóðfé­lags­ins.
Greinin birtist í Morgunblaðinu 2. mars 2020.