Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seyðisfirði, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eystri samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar á fundi sínum á Seyðisfirði sunnudaginn 9. febrúar sl. að framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi.
Eftirtaldir einstaklingar skipa listann:
- Gauti Jóhannesson, sveitastjóri og fyrrverandi skólastjóri, Djúpavogi
- Berglind Harpa Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MS í heilbrigðisvísindum og bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
- Elvar Snær Kristjánsson, verktaki og bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
- Jakob Sigurðsson, oddviti og bifreiðarstjóri, Borgarfirði eystri
- Guðný Margrét Hjaltadóttir, skrifstofustjóri, Fljótsdalshéraði
- Oddný Björk Daníelsdóttir, rekstrarstjóri og bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
- Sigurður Gunnarsson, viðskiptafræðingur, Fljótsdalshéraði
- Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, viðskiptafræðingur, Fljótsdalshéraði
- Ívar Karl Hafliðason, umhverfis- og orkufræðingur, Fljótsdalshéraði
- Gunnar Jónsson, bóndi og bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
- Svava Lárusdóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði
- Skúli Vignisson, framkvæmdastjóri, Seyðisfirði
- Ragnar Kristjánsson, háskólanemi, Djúpavogi
- Davíð Þór Sigurðarson, svæðisstjóri, Fljótsdalshéraði
- Ágústa Björnsdóttir, rekstrarráðgjafi, Fljótsdalshéraði
- Sylvía Ösp Jónsdóttir, leiðbeinandi í leik- og grunnskóla, Borgarfirði eystri
- Sigfríð Hallgrímsdóttir, aðstoðarhótelstjóri, Seyðisfirði
- Sigríður Sigmundsdóttir, matreiðslumaður, Fljótsdalshéraði
- Karl Lauritzson, viðskiptafræðingur, Fljótsdalshéraði
- Sóley Dögg Birgisdóttir, skrifstofustjóri, Djúpavogi
- Sigvaldi H. Ragnarsson, bóndi, Fljótsdalshéraði
- Anna Alexandersdóttir, verkefnisstjóri og formaður bæjarráðs, Fljótsdalshéraði
Gauti Jóhannesson oddviti listans þakkaði uppstillingarnefnd og fundarmönnum fyrir hönd frambjóðenda það traust sem þeim er sýnt og þann einróma stuðning sem tillaga nefndarinnar fékk á fundinum. „Það eru ótal sóknarfæri við sjóndeildarhringinn fyrir nýtt sameinað sveitarfélag. Nýrrar sveitarstjórnar er að stuðla að því að þau nýtist. Við þurfum einnig að tryggja farsæla sameiningu. Það eru engir betur til þess fallnir en Sjálfstæðisfólk að leiða starf nýrrar sveitarstjórnar – nú er bara að bretta upp ermarnar.“ sagði Gauti.