Hringferðin hefst í Reykjavík
'}}

Hringferðin hefst í Reykjavík

Við hefjum leika í höfuðborginni fimmtudaginn 6. febrúar kl. 18 á Kaffi Reykjavík – við hlökkum til að hitta þig!

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ávarpar gesti.

Þá munu Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Á. Andersen oddvitar þingflokksins í Reykjavík einnig tala stuttlega og að því loknu gefst einstakt tækifæri til að eiga spjall um það sem skiptir ykkur mestu við alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða einnig á svæðinu.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir.
Streymt verður frá fundinum á www.xd.is.