Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur nú í aðra hringferð um landið og hefst hún á opnum fundi á Kaffi Reykjavík kl. 18. Streymt er frá fundinum á facebooksíðu flokksins https://www.facebook.com/sjalfstaedis/.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, opnar hringferðina en í henni verður lögð áhersla á atvinnulífið í landinu. Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Á. Andersen taka jafnframt til máls á fundinum.
Í hringferð þingflokks að þessu sinni verða haldnir fundir um allt land en jafnframt verður fjöldi fyrirtækja heimsóttur.