Starfsemi stofnana á landsbyggðinni efld

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

Í síðustu viku var kynnt áætl­un um efl­ingu starf­semi stofn­ana á lands­byggðinni sem heyra und­ir mig sem sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. Unnið hef­ur verið að gerð áætl­un­ar­inn­ar frá því í haust að mínu frum­kvæði en hún var út­færð í sam­ráði við for­stöðumenn þeirra stofn­ana sem átakið nær til, þ.e. Fiski­stofu, Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og Mat­væla­stofn­un­ar og að hluta Matís ohf. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík áætl­un er unn­in og fjár­mögnuð með þess­um hætti.

Áætl­un­in er viðbragð við þeirri sjálf­sögðu kröfu að op­in­ber­um störf­um sé dreift með sem jöfn­ust­um hætti um allt land. Þrátt fyr­ir reglu­lega umræðu í þessa veru und­an­far­in ár sýna m.a. töl­ur frá Byggðastofn­un að fjöldi op­in­berra starfa er ekki í sam­ræmi við íbúa­fjölda og þar hall­ar á lands­byggðina. Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að snúa þess­ari þróun við og hafa bæði for­sæt­is­ráðherra og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra boðað aðgerðir í þá veru.

Fjár­mögnuð á þessu ári

Grunn­mark­mið áætl­un­ar­inn­ar er að fjölga starfs­mönn­um stofn­ana á lands­byggðinni sem heyra und­ir ráðuneytið. Til að ná þessu mark­miði mun ráðuneytið ráðstafa 50 millj­ón­um króna af verk­efna­fé ráðuneyt­is­ins til þessa verk­efn­is á ár­inu 2020. Fram­gang­ur áætl­un­ar­inn­ar er því í for­gangi í ráðuneyt­inu.

Sett hafa verið fram tölu­sett mark­mið um fjölg­un árin 2021, 2023 og 2025. Með þessu er ekki verið að fjölga starfs­mönn­um þess­ara stofn­ana, held­ur verður þessi fjölg­un á lands­byggðinni fram­kvæmd með sam­eig­in­leg­um áherslu­breyt­ing­um ráðuneyt­is­ins og stofn­ana. Þannig munu stofn­an­irn­ar bjóða starfs­mönn­um sín­um upp á auk­inn sveigj­an­leika varðandi val á starfs­stöð. Störf sem ekki eru staðbund­in verða að jafnaði aug­lýst með val­mögu­leika um staðsetn­ingu á fleiri en einni starfs­stöð að gætt­um mark­miðum um efl­ingu starfs­stöðva á lands­byggðinni. Þá munu bæði Haf­rann­sókna­stofn­un og Mat­væla­stofn­un á næstu þrem­ur árum ráða í nýj­ar stöður tengd­ar fisk­eldi annaðhvort á Aust­ur­landi eða á Vest­fjörðum. Loks má nefna að stofn­an­irn­ar munu leit­ast við að ná fram hagræði í rekstri með því að hafa starfs­stöðvar í sama hús­næði.

Til hags­bóta fyr­ir sam­fé­lagið allt

Sér­stök­um stýri­hóp ráðuneyt­is­ins og for­stöðumanna stofn­ana hef­ur verið falið að tryggja fram­kvæmd áætl­un­ar­inn­ar og verður ár­ang­ur henn­ar met­inn ár­lega. Ég bind von­ir við að afrakst­ur þessa verði til þess að efla þjón­ustu hins op­in­bera á lands­byggðinni og stuðla að jafn­ari dreif­ingu op­in­berra starfa um allt land. Um leið er ég sann­færður um að áætl­un­in er til þess fall­in að stuðla að fjöl­breytt­ara og öfl­ugra at­vinnu­lífi á lands­byggðinni. Slíkt er ekki ein­ung­is til hags­bóta fyr­ir lands­byggðina held­ur sam­fé­lagið allt.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. janúar 2020.