Á þriðja hundrað manns mættu í Valhöll í hádeginu laugardaginn 18. janúar sl. og gæddu sér á plokkfiski í boði hverfafélaganna í Reykjavík.
Góð stemning myndaðist á staðnum og rann plokkfiskurinn út, en þingmenn og borgarfulltrúar sáu um að afgreiða matinn.
Meðfylgjandi myndir fanga vel stemninguna á svæðinu.