Sameiginlegt grettistak

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

„Það er ótrú­legt að okk­ur skuli ekki hafa tek­ist að nýta bet­ur for­dæmið við gerð Hval­fjarðarganga til upp­bygg­ing­ar sam­göngu­mann­virkja víða um land. Þar verða tals­menn einkafram­taks­ins að axla ábyrgð. Við eig­um að þora að tala fyr­ir því að einkafram­takið komi að upp­bygg­ingu af þess­um toga á næstu árum. Við þurf­um að tala um einkafram­kvæmd­ir og einka­rekst­ur af sann­fær­ingu og af sjálfs­trausti. Lausn­in er ekki fólg­in í því að ríkið sé alltumlykj­andi á öll­um sviðum mann­legs lífs. Þarna hef­ur því miður orðið aft­ur­för frá því á ár­un­um fyr­ir hrun og nauðsyn­legt að sækja fram.“

Þannig kemst Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, að orði í áhuga­verðu viðtali við tíma­ritið Þjóðmál, sem kom út fyr­ir nokkr­um dög­um. Hann bend­ir á að þrátt fyr­ir að staða þjóðarbús­ins sé al­mennt góð hafi fjár­fest­ing­ar verið und­ir lang­tímameðaltali, sem leiði til innviðaskuld­ar. Þess vegna sé nauðsyn­legt að fara í öfl­uga upp­bygg­ingu innviða á næstu árum. Í huga Hall­dórs Benja­míns er það óviðun­andi að dreifi­kerfi raf­magns sé van­mátt­ugt til að tryggja lands­mönn­um „þau grunn­gæði sem aðgang­ur að raf­magni er og fyr­ir­tæk­in lendi í fram­leiðslu­stoppi vegna of hæg­fara upp­bygg­ing­ar dreifi­kerf­is­ins und­an­far­in ár“. Sama eigi við um veg­ina, sem séu jafnt grunn­ur að öfl­ugri ferðaþjón­ustu og for­senda góðrar og líf­væn­legr­ar byggðar um land allt.

For­senda lífs­kjara

Ádrepa Hall­dórs Benja­míns er rétt­mæt. Fjár­fest­ing í innviðum er for­senda þess að hægt sé að standa und­ir kröf­um um góð lífs­skil­yrði hér á landi – lífs­kjör sem stand­ast sam­an­b­urð við það besta sem þekk­ist í heim­in­um. Í ein­fald­leika sín­um má halda því fram að tími fyr­ir arðbæra innviðafjár­fest­ingu sé alltaf rétt­ur en þegar slaki mynd­ast í efna­hags­líf­inu er mik­il­væg­ara en ella að bretta upp erm­ar.

Fjár­fest­ing í innviðum sam­fé­lags­ins, jafnt hagræn­um sem fé­lags­leg­um, er sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar allra. Þessa vegna eru rök til þess að hið op­in­bera taki hönd­um sam­an við einkaaðila um fjár­mögn­un innviða, ekki síst hagrænna innviða, og þar geta líf­eyr­is­sjóðirn­ir leikið lyk­il hlut­verk.

Hagræn­ir innviðir eru m.a. sam­göngu­mann­virki, orku­vinnsla og -dreif­ing og fjar­skipti. Dæmi um fé­lags­lega innviði eru skól­ar, sjúkra­hús, hjúkr­un­ar­heim­ili, fang­elsi, menn­ing­ar- og íþrótta­hús.

Í grein sem Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, skrif­ar í Þjóðmál kem­ur fram að upp­söfnuð viðhaldsþörf hins op­in­bera hafi verið met­in 382 millj­arðar króna í skýrslu sam­tak­anna og Fé­lags ráðgjaf­ar­verk­fræðinga árið 2017. Sig­urður seg­ir einnig:

„Eng­inn þátt­ur innviða var tal­inn geta full­kom­lega sinnt sínu hlut­verki og heilt yfir var ástand­s­ein­kunn innviða lands­ins 3 af 5, sem þýðir að staða innviðanna er að meðaltali viðun­andi en ekki góð. Ein­kunn­in gef­ur til kynna að bú­ast megi við um­tals­verðu viðhaldi til þess að halda uppi starf­semi þess­ara þátta innviða og að nauðsyn­legt sé að fjár­festa í þeim svo þeir geti al­menni­lega sinnt hlut­verki sínu.“

Póli­tísku rök­in aug­ljós

Ég hygg að fáir ef­ist um að skyn­sam­leg upp­bygg­ing innviða hafi já­kvæð efna­hags­leg áhrif. Hún styrk­ir sam­keppn­is­stöðu lands­ins, treyst­ir bú­setu um allt land og eyk­ur sam­eig­in­leg lífs­gæði lands­manna. Hagrænu rök­in eru sem sagt fyr­ir hendi. Póli­tísku rök­in eru einnig aug­ljós, ekki síst fyr­ir rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

Eng­in rík­is­stjórn tap­ar á því að leiða um­fangs­mikla fjár­fest­ingu í innviðum – jafnt hagræn­um sem fé­lags­leg­um. Rík­is­stjórn­in hef­ur tæki­færi til að taka hönd­um sam­an við einkaaðila – ekki síst líf­eyr­is­sjóði sem þurfa á fjár­fest­ing­ar­tæki­fær­um að halda – við verk­efna­tengda fjár­mögn­un hagrænna og fé­lags­legra innviða. Slík sam­vinna er allra hag­ur og það væri póli­tísk­ur af­leik­ur að nýta ekki tæki­fær­in sem nú gef­ast.

Heild­stæð um­gjörð um sam­starf rík­is­ins og einkaaðila í upp­bygg­ingu innviða er hins veg­ar ekki til. Um­gjörðina þarf að móta og sníða, en um leið þarf að vinna ít­ar­lega fjár­fest­ingaráætl­un til næstu fimm, tíu og fimmtán ára. Áætl­un­in á ekki aðeins að inni­halda fjár­fest­ing­ar rík­is­sjóðs held­ur ekki einnig allra rík­is­fyr­ir­tækja – ekki síst orku­fyr­ir­tækja og Isa­via.

Sam­starf einkaaðila og hins op­in­bera í upp­bygg­ingu innviða er ekki eina verk­efnið sem stjórn­völd og þing­menn þurfa að sinna. Helsta hags­muna­mál al­menn­ings er ekki aðeins að ráðstöf­un op­in­bers fjár sé skil­virk held­ur ekki síður að nýt­ing eigna rík­is­ins sé arðbær og að þær nýt­ist við að sinna grunn­skyld­um hins op­in­bera – heil­brigðisþjón­ustu, al­manna­trygg­ing­um, sam­göng­um, mennta­kerfi og lög­gæslu og al­manna­ör­yggi.

Ríkið hef­ur bundið hundruð millj­arða í ýms­um eign­um, ekki síst í fjár­mála­kerf­inu, sem hafa ekk­ert með þess­ar grunn­skyld­ur að gera. Sú fjár­bind­ing er ekki án fórn­ar­kostnaðar og þann kostnað þarf al­menn­ing­ur að greiða beint eða óbeint.

Það er sér­kenni­legt (svo ekki sé tekið sterk­ar til orða) að leggj­ast gegn því að umbreyta fé sem er fast í bönk­um, flug­stöð, fjölda fast­eigna, rík­is­fyr­ir­tækj­um í sam­keppn­is­rekstri og jörðum yfir í eign­ir sem við telj­um mik­il­væg­ari fyr­ir sam­fé­lagið.

Sam­hliða því að tryggja sam­starf hins op­in­bera og einkaaðila við fjár­mögn­un og upp­bygg­ingu innviða er nauðsyn­legt að leysa úr fjötr­um fjár­muni sem eru bundn­ir í öðru en sam­fé­lags­leg­um innviðum sem eru mik­il­væg­ir til að tryggja góð lífs­kjör um allt land. Þannig get­um við sam­eig­in­lega lyft grett­i­staki og sótt fram.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. janúar 2020.