Um íhald og gyllta hnetti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Breski grín­ar­inn Ricky Gerv­ais gerði allt vit­laust á Gold­en Globe-verðlaun­un­um fyr­ir nokkr­um dög­um með því að gera kol­svart grín að frjáls­lynda og „góða fólk­inu“ í Hollywood. Sakaði það blákalt um hræsni, í gríni og al­vöru. At­hygl­is­vert hef­ur verið að fylgj­ast með viðbrögðunum. Gerv­ais hef­ur út­skýrt að hann hafi ekki verið að stimpla sig í lið gegn Hollywood-fólk­inu held­ur hafi hann verið að gagn­rýna sitt eigið lið.

Ein­hver sagði að það þyrfti hug­rekki til að gagn­rýna and­stæðinga sína en tvö­falt hug­rekki til að gagn­rýna vini sína.

Sam­vinna um borg­ara­leg gildi

Sam­vinna íhalds­samra og frjáls­lyndra afla um fram­gang borg­ara­legra gilda hef­ur skipt sköp­um fyr­ir sam­fé­lagsþró­un­ina á Íslandi. Mik­il­vægt er að hún haldi áfram og verði áfram traust, þó að vita­skuld verði alltaf tek­ist á um gildi stöðug­leik­ans ann­ars veg­ar og breyt­inga hins veg­ar.

Gyllti hnött­ur­inn: I

Átök stöðug­leika og breyt­inga eru heill­andi, sí­gilt og vin­sælt viðfangs­efni. Þau eru til að mynda rauði þráður­inn í kvik­mynd­inni „Páfarn­ir tveir“, sem Net­flix gaf ný­lega út og var til­nefnd sem besta mynd­in á fyrr­nefnd­um Gold­en Globe-verðlaun­um.

Þar tak­ast þeir á í heit­um rök­ræðum, Bene­dikt páfi og sá sem átti síðar eft­ir að taka við af hon­um og verða Frans páfi. Sá íhalds­sami og sá frjáls­lyndi. Báðir inn­an sömu íhalds­sömu stofn­un­ar­inn­ar.

Báðir viður­kenna að hafa breytt um áhersl­ur í ár­anna rás en svo tak­ast þeir skemmti­lega á um hvort það hafi verið sinna­skipti eða mála­miðlun – og hvort sé skárra! Þrátt fyr­ir djúp­stæðan ágrein­ing þeirra á milli svíf­ur yfir vötn­um að þeir séu þrátt fyr­ir allt nær hvor öðrum en ætla mætti.

Gyllti hnött­ur­inn: II

Átök stöðug­leika og breyt­inga eru líka einn af rauðu þráðunum í sjón­varpsþátt­un­um um Elísa­betu Breta­drottn­ingu, „Crown“, sem voru líka til­nefnd­ir til Gold­en Globe rétt eins og mynd­in um páf­ana. Þar remb­ist hin þung­lama­lega krúna við að skilja hlut­verk sitt í breytt­um heimi.

Und­ir lok þriðju seríu fer fram ákveðið upp­gjör á milli Elísa­bet­ar og föður­bróður henn­ar, kóngs­ins fyrr­ver­andi sem hafði gefið kon­ung­dæmið frá sér fyr­ir ást­ina. Sú erki-íhalds­sama og sá frjáls­lynd­ari. Bæði á sín­um tíma inn­an sömu íhalds­sömu stofn­un­ar­inn­ar. Á ákveðinn hátt má segja að þau nái sam­an.

Það gera einnig hin hæg­láta Elísa­bet og syst­ir henn­ar, sú óstýri­láta og fjör­uga, þegar sú fyrr­nefnda tek­ur að ef­ast um sjálfa sig og spyr hvort hún hafi gert landi sínu gagn, hvort það sé ekki allt að liðast í sund­ur á henn­ar vakt. Syst­ir­in tek­ur þá óvænt upp hansk­ann fyr­ir íhalds­sem­ina og svar­ar eitt­hvað á þessa leið: Stöðug­leiki þinn og óhagg­an­leiki er nauðsyn­legt lím í brot­hætta sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar.

Þriðja og kannski skýr­asta dæmið um svipaða „brú­ar­smíði“ sem kem­ur fram í þátt­un­um er hið góða og trausta sam­band Elísa­bet­ar og vinstri­manns­ins Wil­sons for­sæt­is­ráðherra.

Inn­skot

Felst ekki ein­hver mót­sögn í því að fram­sækn­ustu og frjáls­lynd­ustu sam­fé­lög heims, Svíþjóð, Nor­eg­ur og Dan­mörk, skuli öll ennþá halda í hina fornu hefð kon­ung­dæm­is­ins? Hún er jú al­gjör­lega á skjön við nú­tíma­hug­mynd­ir um jafn­rétti og af­nám meðfæddra for­rétt­inda.

Eða er þetta kannski lexía um að íhalds­semi og frjáls­lyndi geti farið mjög vel sam­an og vegi jafn­vel hvort annað upp? Þetta er að minnsta kosti um­hugs­un­ar­vert.

Grein­ing Econom­ist

Blaðið Econom­ist hélt því fram fyr­ir nokkr­um mánuðum í áhuga­verðri grein­ingu, að eng­in hug­mynd ætti meira und­ir högg að sækja á Vest­ur­lönd­um um þess­ar mund­ir en klass­ísk íhalds­stefna. En ástæðan væri ekki at­laga frá frjáls­lynd­um held­ur inn­an úr eig­in her­búðum, frá „nýja hægr­inu“.

Hér er end­ur­sögn á hluta af rök­semda­færslu blaðsins fyr­ir því að nýja hægrið sé í raun að leggja til at­lögu við hefðbundna íhalds­menn: Íhalds­menn vilja fara var­lega í breyt­ing­ar en nýja hægrið er í bylt­ing­ar­hug. Íhalds­menn eru praktísk­ir en nýja hægrið er ósveigj­an­legt og dog­ma­tískt og fer auk þess frjáls­lega með staðreynd­ir. Íhalds­menn leggja mikið upp úr skap­gerð og mann­kost­um en nýja hægrið legg­ur meira upp úr ásýnd og vin­sæl­um uppá­tækj­um og fyr­ir­gef­ur auðveld­lega skap­gerðarbresti. Íhalds­menn styðja milli­ríkja­versl­un en nýja hægrið stund­ar tolla­stríð. Blaðið nefn­ir fleiri dæmi.

Blaðið seg­ist vera að gagn­rýna vini sína.

– Rétt eins og Ricky Gerv­ais, mín­us húm­or­inn.

Greinin birtist fyrst í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 12. janúar 2019.