Öryggi og þjónusta við almenning

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Lög­regluráð hef­ur nú tekið til starfa. Í ráðinu eiga sæti all­ir lög­reglu­stjór­ar lands­ins auk rík­is­lög­reglu­stjóra sem verður formaður þess. Til­gang­ur ráðsins er að auka sam­vinnu lög­reglu­embætt­anna, gera störf lög­regl­unn­ar skil­virk­ari, draga úr tví­verknaði og nýta bet­ur þá fjár­muni sem lög­regl­an fær á fjár­lög­um hverju sinni. Nýr rík­is­lög­reglu­stjóri mun leiða þessa vinnu í sam­ráði við aðra lög­reglu­stjóra í land­inu.

Þegar ég tók við embætti dóms­málaráðherra var hart deilt inn­an lög­regl­unn­ar. Ég efndi þá til funda með öll­um hags­munaaðilum til að finna leiðir til lausn­ar. Áhersla mín var sú að það væri ekk­ert at­huga­vert við heil­brigð skoðana­skipti en nauðsyn­legt væri að rök­ræða mál­in af yf­ir­veg­un og mál­efna­lega. Þá kom í ljós samstaða um ákveðin grunn­atriði og þar á meðal um nauðsyn form­legs sam­ráðsvett­vangs; lög­regluráðsins sem nú hef­ur tekið til starfa. Með stofn­un þess efl­ist sam­vinna lög­reglu­stjóra lands­ins og dregið er úr hætt­unni á hvers kyns hags­muna­árekstr­um. Ætl­un­in er að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra verði öfl­ugt sam­ræm­ing­ar- og þjón­ustu­afl fyr­ir lög­regl­una í heild, leiði stefnu­mörk­un og veiti öðrum lög­reglu­stjór­um aðstoð og stuðning í lög­reglu­störf­um.

Lög­regl­an er ein af mik­il­væg­ustu stofn­un­un þjóðfé­lags­ins. Henni ber að tryggja ör­yggi al­menn­ings og halda uppi lög­um og reglu í land­inu. Þetta er ekki lítið hlut­verk. Al­menn­ing­ur á að geta borið mikið traust til lög­regl­unn­ar. Þetta traust bygg­ist upp á löng­um tíma og hvíl­ir á orðum, at­höfn­um og allri fram­göngu lög­regl­unn­ar. Traust er for­senda ár­ang­urs í störf­um henn­ar.

Framtíðar­sýn mín fyr­ir lög­regl­una er sú að hún sé öfl­ug, fag­leg, vel tækj­um búin og áreiðan­leg. Byggja verður upp öfl­ugt og óháð eft­ir­lit með störf­um henn­ar. Lög­regl­an á að vera fær um að tak­ast á við sí­fellt flókn­ari brot­a­starf­semi og búa yfir nægi­leg­um styrk til að bregðast við nýj­um áskor­un­um. Borg­ar­arn­ir eiga að geta treyst á færni og þekk­ingu lög­reglu­manna við fjöl­breytt­ar og erfiðar aðstæður í raun­heim­um sem og í sta­f­ræn­um heimi fjölþjóðlegr­ar brot­a­starf­semi. Skipu­lag lög­regl­unn­ar á að vera með þeim hætti að það styðji þessi mark­mið og stuðli að auknu ör­yggi og þjón­ustu við al­menn­ing.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. janúar 2020.