Spilling og mútur

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður:

Frétt­ir bár­ust af því á dög­un­um að ís­lenskt fyr­ir­tæki hefði á er­lendri grundu orðið upp­víst að meint­um lög­brot­um. Sögð var saga spill­ing­ar, mútu­brota og pen­ingaþvætt­is sem náði þvert yfir landa­mæri margra landa. Miðpunkt­ur­inn reynd­ist fá­tæk þjóð Namib­íu­manna sem virðast ef rétt reyn­ist hafa orðið af arðbærri nýt­ingu fisk­veiðiauðlind­ar sinn­ar sem við Íslend­ing­ar höfðum áður aðstoðað þau við að ná tök­um á með öfl­ugu fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi.

Það er óhætt að segja að þessi frá­sögn hef­ur vakið óhug og þar af leiðandi hörð viðbrögð á meðal fólks, og það með réttu. Mér brá, fann fyr­ir mik­illi reiði en að mestu sorg yfir því að svona vinnu­brögð gætu verið viðhöfð af ís­lensku fyr­ir­tæki.

Strax varð ljóst að rann­saka þyrfti þessi meintu brot fyr­ir­tæk­is­ins ít­ar­lega af þar til bær­um yf­ir­völd­um hér á landi enda ná ís­lensk lög yfir brot af þessu tagi þó þau hafi verið fram­in er­lend­is. Okk­ar eft­ir­lits­stofn­un­um og yf­ir­völd­um er vel treyst­andi til þess að ná bönd­um yfir þessi mál og verður þeim tryggt fjár­magn til að mæta auknu álagi.

Það er held­ur ekki langt síðan Alþingi fjallaði um mútu­brot, að bera fé á inn­lenda eða er­lenda op­in­bera starfs­menn, þegar þáver­andi dóms­málaráðherra, Sig­ríður Á. And­er­sen, lagði fram frum­varp um að hækka há­marks­refs­ingu fyr­ir mútu­brot úr fjór­um árum í fimm. Ég viður­kenni að mér fannst þessi umræða á þing­inu á sín­um tíma fjar­stæðukennd – mútu­brot voru fjar­lægt ágrein­ings­efni. Stuttu síðar kom þó í ljós að svo virðist ekki vera, því miður.

En í allri umræðu um þessi meintu brot, hvort sem það er í þingsal eða á kaffi­stof­um lands­ins, verður að muna að við búum og vilj­um búa í rétt­ar­ríki en það kall­ar fram þá grund­vall­ar­reglu að menn telj­ast sak­laus­ir uns sekt er sönnuð. Til þess þarf styrk­ar stoðir yf­ir­valda sem sjá um rann­sókn, eft­ir at­vik­um ákæru- og dómsvald. Ekki er ráðlegt að breyta þingsaln­um í dómsal, það er lexía sem við eig­um að vera búin að læra. Við þurf­um að treysta stoðum rétt­ar­rík­is­ins til að rann­saka málið og kom­ast að upp­lýstri niður­stöðu.

Þá verður að var­ast að tala ekki Ísland al­mennt niður á alþjóðavett­vangi, kalla það spill­ing­ar­bæli og tala um að hér þríf­ist spill­ing. Alþjóðleg­ur sam­an­b­urður sýn­ir að svo er ekki, það þýðir samt ekki að við get­um lokað aug­un­um fyr­ir þeirri hættu að hér geti slík brot átt sér stað. En það er á okk­ar ábyrgð að tala máli lands og þjóðar. Við eig­um að sjálf­sögðu að halda uppi virk­um vörn­um gegn spill­ingu og pen­ingaþvætti hér á landi og í alþjóðlegu sam­starfi.

Rík­is­stjórn­in vinn­ur einnig að því að auka traust á ís­lensku at­vinnu­lífi, meðal ann­ars með því að leita til Mat­væla- og land­búnaðar­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna til að unn­in verði út­tekt á viðskipta­hátt­um út­gerða sem stunda veiðar og eiga í viðskipt­um með afla­heim­ild­ir, þar á meðal í þró­un­ar­lönd­un­um. Þá verður gagn­sæi aukið í rekstri stærra óskráðra fyr­ir­tækja og stórra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Æskilegt væri einnig að sjá fleiri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki skráð á markað með þeim regl­um og gegn­sæi sem því fylg­ir ásamt þeim ávinn­ingi sem feng­ist með því að al­menn­ing­ur geti fjár­fest með sparnaði sín­um í grunn­atvinnu­vegi þjóðar­inn­ar.

Mút­ur og spill­ing er alþjóðlegt vanda­mál sem verður að upp­ræta. Ísland tek­ur þátt í því verk­efni af full­um þunga. Það er óboðlegt og ólög­legt að ís­lensk fyr­ir­tæki fari fram með þeim hætti í sín­um viðskipt­um og ábend­ing­ar um slíkt þarf að rann­saka ofan í kjöl­inn, eft­ir at­vik­um ákæra og dæma í sam­ræmi við lög. Lög­brot verða ekki liðin.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. nóvember 2019.