Aðhald og eftirlit borgarbúa

Örn Þórðarson borgarfulltrúi:

Það ligg­ur fyr­ir okk­ur í borg­ar­stjórn þessa dag­ana að af­greiða fjár­hags­áætl­un fyr­ir rekst­ur borg­ar­inn­ar árið 2020. Rútínu­verk fyr­ir marga en ný­stár­legt og fram­andlegt verk­efni fyr­ir aðra. Vinnu­lag er nokkuð flókið og sker sig frá öðru sem af­greitt er í borg­ar­stjórn. Fjár­mál borg­ar­inn­ar á næsta ári þarf að ræða tvisvar í borg­ar­stjórn. Það þarf að vanda mjög til verka og fara ná­kvæm­lega eft­ir lög­um sem um þau mál gilda. Þegar búið er að samþykkja fjár­hags­áætl­un­ina er hún síðan bind­andi fyr­ir starfs­menn sveit­ar­fé­lags­ins og sveit­ar­stjórn­ina sjálfa, eins og seg­ir í lög­um. Það má ekki færa bók­haldið jafnóðum eða gera stöðugar breyt­ing­ar á áætl­un­inni.

Ábyrgð í næstu kosn­ing­um

En af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Fjár­hags­áætl­un á að gefa glögga mynd af rekstri, tekju­öfl­um og ráðstöf­un fjár­muna á kom­andi ári. Áætl­un­inni er þannig ætlað að vera eitt mik­il­væg­asta stjórn­tæki borg­ar­stjórn­ar og upp­lýs­inga­skjal um stefnu og for­gangs­röðun á verk­efn­um henn­ar. Þá þarf að hafa festu og reglu. Ef frjáls­lega er farið með áætl­un­ina og stöðugt verið að gera upp­færsl­ur og breyt­ing­ar ger­ir það okk­ur borg­ar­full­trú­um erfitt fyr­ir með að fylgj­ast með og veita aðhald. En mik­il­væg­ari ástæða er að með þessu agaða vinnu­lagi er bet­ur tryggt að al­menn­ing­ur eða borg­ar­bú­ar geti fylgst með í hvaða til­vik­um borg­ar­stjórn er að bregðast og get­ur þá látið hana sæta ábyrgð. Í næstu kosn­ing­um.

Mik­il­vægt fyr­ir kjós­end­ur að geta fylgst með

Þess­ari grein er ekki ætlað að fjalla um lausa­tök í rekstri og fjár­mála­stjórn í Reykja­vík­ur­borg, það hef­ur áður verið gert, oft og af mörg­um. Enda til­efn­in ærin og mörg síðustu árin. Hún á að benda á mik­il­vægi þess að sýna aga og festu í stjórn­un borg­ar­inn­ar. Mik­il­vægi þess að veita skýr­ar og glögg­ar fjár­mála­leg­ar upp­lýs­ing­ar um rekst­ur og stöðu borg­ar­inn­ar og að sýna hvort stjórn­end­ur hafi haldið sig inn­an síns eig­in fjár­hagsramma og hvort stjórn­sýsl­an eða meðferð pen­inga hafi verið ásætt­an­leg. Það er áríðandi viðfangs­efni fyr­ir kjörna full­trúa, starfs­fólk borg­ar­inn­ar og þá sem sinna op­in­beru eft­ir­liti með stjórn­sýslu og fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga. Á þessu hafa verið mik­il van­höld síðustu ár.

Mik­il­væg­ast er þó hlut­verk kjós­enda að fylgj­ast með hvernig okk­ur tak­ist til og veita þannig borga­stjórn nauðsyn­legt aðhald. Öll vilj­um við gera vel þegar við för­um með al­manna­fé. Von­andi.

Í fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar sem nú ligg­ur fyr­ir er allt of mikið horft til lán­töku og auk­inn­ar skuld­setn­ing­ar. Og allt of lítið til hagræðing­ar, lækk­un­ar rekstr­ar­kostnaðar, lækk­ana á gjald­skrám og skött­um. Það er alla­vega okk­ar skoðun borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það hefði mátt gera svo miklu bet­ur.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. nóvember 2019.