6,2% tekjuaukning í viðskiptahagkerfinu

Heildartekjur í viðskiptahagkerfinu voru tæplega 4.400 milljarðar króna árið 2018 en voru 4.140 milljarðar króna árið 2017 og hækkuðu því um 6,2% á árinu. Eigið fé jókst um 10,5% frá árinu 2017 og var í lok árs 2018 tæplega 3.300 milljarðar króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands – sjá hér.

Þá segir að heildartekjur í sjávarútvegi hafi hækkað hlutfallslega mest eða um 15% á milli ára, alls um 44 milljarða króna. Tekjur í framleiðslu málma hækkuðu um 13% eða alls um 29 milljarða á milli ára og í ferðaþjónustunni hækkuðu tekjurnar um 31 milljarð króna á milli ára eða 5%.

Eigið fé í heildsöluverslunum jókst um 24 milljarða króna milli ára eða 20%, í smásöluverslun um 28 milljarða króna eða 16% en lækkaði hinsvegar í ferðaþjónustu um 13 milljarða eða um 11%.

Launakostnaður jókst töluvert á árinu eða um 61 milljarð króna sem nemur um 11%.