Sjálfkrafa skattahækkun

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Íslend­ing­ar hafa náð góðum ár­angri í efna­hags­mál­um á und­an­förn­um árum. Skuld­ir rík­is­ins hafa helm­ing­ast frá ár­inu 2012 og svig­rúm hef­ur mynd­ast til skatta­lækk­ana. Rík­is­stjórn­in boðar lækk­un tekju­skatts á næsta ári. Sú lækk­un mun leiða til þess að ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra tekju­lægstu munu hækka um rúm­ar 120 þúsund krón­ur á ári. Þá verður dregið úr álög­um á fyr­ir­tæki með lækk­un trygg­inga­gjalds­ins.

Það er ástæða til að fagna þess­um áform­um enda hafa skatta­lækk­an­ir lengi verið á stefnu­skrá Sjálf­stæðis­flokks­ins. En ávallt get­um við þó spurt, er nóg að gert? Má ekki taka ákveðna skatt­stofna til gagn­gerr­ar end­ur­skoðunar? Þetta á ekki aðeins við um tekju­stofna rík­is­ins held­ur einnig sveit­ar­fé­lag­anna. Nefna má fast­eigna­skatt­inn í þessu sam­bandi en hann er næst­stærsti tekju­stofn sveit­ar­fé­laga á eft­ir út­svar­inu.

Fast­eigna­skatt­ur ákv­arðast af áætluðu markaðsverðmæti fast­eign­ar. Þetta mat er fram­kvæmt af Þjóðskrá Íslands. Á grund­velli fast­eigna­mats­ins hafa tekj­ur sveit­ar­fé­laga – og um leið út­gjöld heim­il­anna – af fast­eigna­skatti hækkað mjög veru­lega á síðustu árum vegna hækk­andi fast­eigna­verðs. Á milli ár­anna 2017og 2018 hækkaði heild­armat fast­eigna á Íslandi um 12,8% en fyr­ir árið 2020 er hækk­un­in rúm 6%. Sam­tals nema tekj­ur sveit­ar­fé­lag­anna af inn­heimtu fast­eigna­skatts­ins vel yfir 40 millj­örðum króna á ári.

En er eðli­legt að sveiflu­kennt og áætlað sölu­verðmæti eign­ar myndi skatt­stofn? Að skatt­stofn­inn hækki vegna þess eins að það er hús­næðis­bóla í hag­kerf­inu? Hjá flest­um er eign­in er sú sama, nýt­ing henn­ar hef­ur ekk­ert breyst og þjón­usta sveit­ar­fé­lags­ins óbreytt. Í þessu felst að gengið er á eign þeirra sem búa í eig­in hús­næði. Ef eign­in er leigð út hækk­ar leigu­verðið. Skatt­ur­inn hækk­ar vegna þess að önn­ur hús hafa áhrif til hækk­un­ar á áætlað sölu­verð fast­eign­ar­inn­ar.

Fram­an­greint fyr­ir­komu­lag hef­ur leitt til þess að tekj­ur sveit­ar­fé­laga af skatt­in­um hafa hækkað sjálf­krafa um tugi pró­senta á ör­fá­um árum. Greiðend­ur skatts­ins sjá að vísu hærri töl­ur á blaði varðandi verðmæti eign­ar­inn­ar en það er sýnd veiði en ekki gef­in. Aðeins er um mats­kennda áætl­un að ræða en ekki raun­veru­leg verðmæti sem skatt­greiðand­inn get­ur nýtt sér. Hækk­un­in teng­ist ekki auk­inni þjón­ustu. Staðreynd­in er sú að álög­ur á viðkom­andi hafa auk­ist og hann hef­ur minna á milli hand­anna ár frá ári vegna skatt­heimt­unn­ar.

Marg­ar Evr­ópuþjóðir hafa af­numið skatta af þessu tagi. Norður­landaþjóðir miða slíka álagn­ingu við 70-80% af áætluðu fast­eigna­mati og styðjast auk þess við lægra skatt­hlut­fall. Þegar stefnt er að auknu gagn­sæi, festu og fyr­ir­sjá­an­leika í allri skatt­heimtu hljót­um við að finna sann­gjarn­ari leið en mats­kennt markaðsverðmæti fast­eigna til að afla sveit­ar­fé­lög­un­um tekna.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. nóvember 2019.