Meinsemd sem verður að uppræta

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Mút­ur og spill­ing er alþjóðlegt vanda­mál sem gref­ur und­an heil­brigðum viðskipt­um milli landa, stend­ur í vegi fyr­ir framþróun, stuðlar að fá­tækt og órétt­læti. Með mút­um maka hinir spilltu krók­inn á kostnað al­menn­ings og virða að vett­ugi al­menn mann­rétt­indi og leik­regl­ur heiðarlegra viðskipta og stjórn­sýslu.

Árleg­ur kostnaður vegna alþjóðlegr­ar spill­ing­ar er tal­inn nema 3,6 trilljón­um doll­ara. Þetta er tölu­vert hærri fjár­hæð en öll lands­fram­leiðsla Bret­lands. Með nokk­urri ein­föld­un má halda því fram að spill­ing éti upp alla lands­fram­leiðslu eins stærsta efna­hags­kerf­is heims á hverju ári og gott bet­ur.

Spill­ing er marg­vís­leg, s.s. mútu­greiðslur, fjár­svik, pen­ingaþvætti, skattsvik og klíku­skap­ur. En hver svo sem birt­ing­ar­mynd spill­ing­ar­inn­ar er eru fórn­ar­lömb alltaf til staðar og oft­ast fólk sem verst stend­ur. Spill­ing gref­ur und­an stofn­un­um sam­fé­laga, leiðir til minni vel­meg­un­ar og brýt­ur niður sam­fé­lags­lega innviði s.s. heil­brigðisþjón­ustu, skóla, sam­göng­ur og fjar­skipti.

Brugðist í bar­átt­unni

Tran­sparency In­ternati­onal, stofn­un sem berst gegn spill­ingu, hef­ur frá ár­inu 1995 fylgst með spill­ingu ríkja og gefið út Spill­ing­ar­vísi­töl­una (Corrupti­on Percepti­ons Index) sem er byggð á áliti sér­fræðinga og ein­stak­linga í at­vinnu­líf­inu. Vísi­tal­an, sem nær til 180 landa og er frá 0 (gjör­spillt) upp í 100 (óspillt), þykir gefa góða vís­bend­ingu um ástand í hverju landi og einnig um alþjóðlega þróun.

Á síðasta ári var Dan­mörk talið óspillt­asta land heims og Nýja-Sjá­land kom þar fast á eft­ir. Ísland var í 14.-16. sæti ásamt Aust­ur­ríki og Hong Kong. Belg­ía, Eist­land, Írland og Jap­an voru þar fyr­ir neðan. Frakk­land og Banda­rík­in voru neðar. Portúgal var í 30. sæti og Kýp­ur í 38. sæti, svo dæmi séu tek­in. Staðan á Spáni, Ítal­íu og Möltu var enn verri. Ung­verja­land og Grikk­land „slefa“ rétt yfir meðaltal heims­ins sem er aðeins 43 stig.

Spillt­ustu ríki heims eru Norður-Kórea, Jemen, Suður-Súd­an, Sýr­land og Sómal­ía, eins og sést á meðfylgj­andi töflu.

Rúm­lega tvö af hverj­um þrem­ur ríkj­um heims eru und­ir 50 stig­um. Sér­fræðing­ar Tran­sparency In­ternati­onal benda á að með nokkr­um und­an­tekn­ing­um, hafi flest ríki brugðist í bar­átt­unni við spill­ingu á und­an­förn­um árum. Öllum má hins veg­ar vera ljóst að beint sam­hengi er á milli stjórn­ar­fars og spill­ing­ar. Ekki þarf annað en líta yfir meðfylgj­andi töflu til að átta sig á því sam­hengi.

Spill­ing í bak­g­arðinum

En jafn­vel þau ríki sem minnst eru spillt og tal­in til fyr­ir­mynd­ar þurfa að verj­ast spill­ingu í eig­in bak­g­arði. Á síðasta ári var upp­lýst að stærsti banki Dan­merk­ur – Danske Bank – hefði tekið þátt í um­fangs­miklu pen­ingaþvætti í Eistlandi 2007 til 2015. Lík­legt er talið að um þúsund­ir millj­arða króna hafi verið þvætt­ar í gegn­um bank­ann.

Fyr­ir­tæki í Ástr­al­íu hafa verið staðinn að því að beita mútu­greiðslum til að tryggja viðskipti. Þýsk stór­fyr­ir­tæki hafa orðið upp­vís af óheiðarleg­um viðskipta­hátt­um í Asíu, Afr­íku og Aust­ur-Evr­ópu. Hið sama á við um fyr­ir­tæki á Ítal­íu, Frakklandi, Bretlandi, Banda­ríkj­un­um og Svíþjóð. Virðuleg­ir bank­ar í Sviss, Bretlandi og Þýskalandi hafa tengst pen­ingaþvætti rúss­neskra glæpa­manna. Alþjóðleg lyfja­fyr­ir­tæki og tækn­iris­ar hafa lagst svo lágt að beita mút­um til að tryggja viðskipti og rétt­indi í fá­tæk­um lönd­um.

Viðskiptasiðferði sem bygg­ist á spill­ingu og mút­um viðheld­ur rotnu stjórn­kerfi í mörg­um fá­tæk­um lönd­um heims, trygg­ir að spill­ingarpés­ar haldi völd­um og vinn­ur gegn því að fá­tæk­ur al­menn­ing­ur geti brot­ist úr ör­birgð til bjargálna.

Áfall og kjafts­högg

Upp­lýs­ing­ar um starf­semi Sam­herja í Namib­íu og meint­ar mútu­greiðslur, sem komu fram í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik í síðustu viku, voru líkt og kjafts­högg fyr­ir ís­lenska þjóðarsál. Ásak­an­ir sem Sam­herji og for­ráðamenn fyr­ir­tæk­is­ins sitja und­ir eru al­var­leg­ar. Ekki aðeins fyr­ir fyr­ir­tækið held­ur ís­lenskt viðskipta­líf.

Ég hygg að óhætt sé að halda því fram að lang­flest­ir Íslend­ing­ar hafi staðið í þeirri trú að ís­lensk fyr­ir­tæki stundi heiðarleg viðskipti, ekki aðeins hér heima held­ur um all­an heim. Frétt­ir um annað eru því áfall. Ekki síst þess vegna er mik­il­vægt að Sam­herja­málið, svo­kallaða, sé rann­sakað ofan í kjöl­inn og all­ar upp­lýs­ing­ar dregn­ar upp á borð – ekk­ert und­an­skilið. For­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra hafa lýst því yfir að viðeig­andi stofn­un­um – héraðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókna­stjóra – verði tryggt fjár­magn og svig­rúm sem þarf til að sinna þeirri rann­sókn. Fyr­ir Sam­herja, starfs­fólk og viðskipta­vini skipt­ir öllu að rann­sókn­in gangi fljótt og vel fyr­ir sig – að málið allt verði upp­lýst.

Eins og bú­ast mátti við var freist­ing­in of mik­il fyr­ir suma stjórn­mála­menn sem sáu tæki­færi til að fella póli­tísk­ar keil­ur. Stór­yrðin voru lát­in fjúka og leik­regl­ur rétt­ar­rík­is­ins flækt­ust ekki mikið fyr­ir. Hvernig slík­ir stjórn­mála­menn fara með völd er annað mál.

Í andsvör­um á þingi í síðustu viku við ótrú­leg­um gíf­ur­yrðum for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um Ísland sem spill­ing­ar­bæli sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra að sýn okk­ar Íslend­inga á það í hvers kon­ar landi við byggj­um réðist ekki af ein­stök­um mál­um held­ur hvernig tekið væri á þeim: „Hvort við tök­um þau al­var­lega, hvort stjórn­völd bregðast við, hvort við höf­um stofn­an­ir til að taka á mál­um, rann­saka, ákæra, dæma þar sem það á við.“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur verið skýr: Það verður „ekki liðið að ís­lensk fyr­ir­tæki brjóti lög og regl­ur“. Í umræðum á Alþingi benti for­sæt­is­ráðherra rétti­lega á að þegar „ís­lensk fyr­ir­tæki starfa í öðrum lönd­um bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eig­in orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils sam­fé­lags“.

Sann­gjörn krafa

Aðeins með sam­vinnu þjóða næst raun­veru­leg­ur ár­ang­ur í bar­átt­unni gegn alþjóðlegri óværu. Ísland hef­ur tekið full­an þátt í slíkri sam­vinnu og stjórn­völd og Alþingi látið hend­ur standa fram úr erm­um í bar­átt­unni gegn pen­ingaþvætti og spill­ingu hvers kon­ar. Á síðasta ári voru t.d. sett ný ít­ar­leg lög um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka og fyr­ir nokkr­um mánuðum voru samþykkt lög um raun­veru­lega eig­end­ur fyr­ir­tækja. Refsirammi vegna mútu­greiðslna til inn­lendra eða er­lendra op­in­berra starfs­manna var þyngd­ur í tíð Sig­ríðar Á. And­er­sen sem dóms­málaráðherra. For­sæt­is­ráðherra mælti ný­lega fyr­ir frum­varpi til laga um vernd upp­ljóstr­ara. Ísland er m.a. aðili að alþjóðleg­um sátt­mála OECD um mút­ur í alþjóðaviðskipt­um og tek­ur þátt í störf­um Fin­ancial Acti­on Task Force (FATF), alþjóðlegs fjár­málaaðgerðahóps um aðgerðir gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka. Í gildi er sér­stök aðgerðaráætl­un stjórn­valda og verið er að und­ir­búa inn­leiðingu svo­kallaðrar fjórðu pen­ingaþvætt­istilskip­un­ar. Vinn­an held­ur áfram og ljóst er að verk­efnið er viðvar­andi.

Íslend­ing­ar hafa ekki góða reynslu af því þegar stjórn­mála­menn gera til­raun­ir til að færa ákæru­vald og dómsvald inn í þingsal. Það er eðli­leg og sann­gjörn krafa að tekið sé hart á efna­hags­brot­um og ekki síst mútu­greiðslum og ann­arri spill­ingu. En við þurf­um sem sam­fé­lag að standa vörð um rétt­ar­ríkið og tryggja að við höf­um burði til að rann­saka mál og upp­lýsa, ákæra þegar efni standa til og dæma þá brot­legu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. nóvember 2019.