Verðum að vera opin fyr­ir því að leita bestu leiða

„Ég er sátt­ur við heild­arniður­stöðuna. Hér verður að horfa á að þegar við áður stefnd­um að því að skila nokkuð mynd­ar­leg­um af­gangi á ár­inu 2020 var það eðli­legt mark­mið miðað við þær for­send­ur sem við höfðum í höndun­um. Við þær aðstæður var rétt að beita nokkuð aðhalds­samri stefnu. Síðan ger­ist það að for­send­ur fyr­ir þeirri nálg­un falla, við fáum nýja hagspá og þá ákváðum við að gefa ákveðinn slaka. Fyr­ir þetta höf­um við fengið hrós frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum í ný­legri skýrslu í kjöl­far heim­sókn­ar sendinefnd­ar hans hingað til lands,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær 20. nóvember 2019.

„Þess­ar aðgerðir eru lík­leg­ar til að koma í veg fyr­ir meira at­vinnu­leysi og án þessa hallarekst­urs hefði einka­neysl­an skroppið sam­an með af­ger­andi hætti og meira í ætt við það sem við höf­um séð áður þegar högg koma á hag­kerfið. Mik­il­væg­ur hluti þess­ara aðgerða er ein­mitt að lækka skatta á ein­stak­linga og að halda áfram með lækk­un trygginga­gjalds,“ sagði Bjarni.

Hann sagðist hins vegar ekki sáttur við atvinnuleysið á þessu ári og að mikilvægt væri að snúa  af þeirri braut sem fyrst því það kosti ríkissjóð 22 til 23 milljarða á árinu.

„Ég er held­ur ekki sátt­ur við að halli yf­ir­stand­andi árs er að hluta til kom­inn til vegna framúr­keyrslu rík­isaðila. Við verðum að draga úr slíku. En þegar allt er tekið sam­an þá er framúr­keyrsl­an lít­il í sögu­legu til­liti og aðrir liðir sem skýra hall­an á yf­ir­stand­andi ári skýr­ast af dóm­um sem hafa fallið rík­inu í óhag, höggi sem við urðum fyr­ir efna­hags­lega og mun minni arði frá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um í eigu rík­is­ins,“ sagði Bjarni.

Umræðan barst að einstaka málaflokkum og m.a. heilbrigðiskerfinu þar sem aukin framleiðni verði að vera algjört forgangsmál til að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins.

„Við verðum að vera opin fyr­ir því að leita bestu leiða til þess. Ef okk­ur tekst ekki að auka fram­leiðni í heil­brigðisþjón­ustu, með betri tækni og öðru slíku, þá er bein­lín­is ólík­legt að við get­um ráðið við að halda kerf­inu uppi. En við sjá­um dæmi víða í heil­brigðismál­um um að framleiðniauk­andi breyt­ing­ar eru að eiga sér stað. Þetta sjá­um við t.d. ger­ast í því að nú er hægt að gera aðgerðir á fólki þannig að það get­ur nán­ast risið beint upp úr þeim en áður fyrr þurfti það að liggja lengi eft­ir stóra skurði eða slíkt. Breyt­ing­ar af þessu tagi verðum við að nýta okk­ur og vera með op­inn huga fyr­ir því að þar fari vel sam­an sam­starf eða sam­vinna op­in­berra aðila og einkaaðila,“ sagði Bjarni.

Þá voru málefni Landspítalans rædd. Bjarni sagði að það hafi verið þörf á auka fjárframlögum til spítalans á undanförnum árum vegna niðurskurðar og mikillar hagræðingar á spítalanum fyrir um áratug.

„En ég sakna þess að við skul­um al­mennt ekki taka dýpri umræðu um hvernig við för­um með fjár­mun­ina í þessu kerfi. Ég vísa þar t.d. til þess að gerður var samn­ing­ur um fram­leiðslu­tengda fjár­mögn­un sem átti að tryggja að eft­ir því sem af­köst á spít­al­an­um ykj­ust þá færi meira fjár­magn til hans. Þetta átti að verða leiðandi kerfi í fjár­mögn­un spít­al­ans en sem hef­ur aldrei orðið al­menni­lega virkt. Við fáum svo ár eft­ir ár, sitt­hverja skýr­ing­una á því hvað valdi halla­rekstr­in­um. Það er frá­flæðis­vandi, mönn­un­ar­vandi, hús­næðis­vandi sem teng­ist bygg­ingu nýs meðferðakjarna og Nýja Land­spít­al­an­um eða launa­mál. Ekk­ert af þessu skil­ar okk­ur hins veg­ar áfram í að ræða hvernig okk­ur geng­ur að nýta fjár­magnið sem við verj­um í mála­flokk­inn,“ sagði Bjarni.

Viðtalið í heild sinni má finna í viðskiptablaði Morgunblaðsins 20. Nóvember 2019.