Kjör eldri borgara og frítekjuuppbót

Ásmundur Friðriksson alþingismaður:

Kjör eldri borg­ara eiga margt sam­eig­in­legt með kjör­um ör­yrkja, en í þess­ari grein fjalla ég um kjör eldri borg­ara. Þess­ir hóp­ar eiga það sann­ar­lega skilið að fjallað sé um kjör þeirra og við finn­um leiðir til að auka lífs­gæði þeirra og bæta af­komu.

Á ekk­ert að gera?

Þeir eru ekki marg­ir dag­arn­ir sem ég er ekki minnt­ur á kjör eldri borg­ara og hvað bet­ur mætti fara til að bæta af­komu þeirra sem lak­ast hafa það. Ég ætla ekki að ræða hvað hef­ur verið gert, eða taka sam­an­b­urð, sýna súlu­rit eða annað sem flest­ir hafa fengið nóg af. Það finnst nefni­lega flest­um að ekk­ert hafi verið gert. Það er líka rangt. Flest sam­töl­in hefjast með því að sagt er: Á ekk­ert að gera til að bæta kjör eldri borg­ara? Og ég spyr: Hvað viltu að verði gert? Nær all­ir segja: Það þarf að hækka frí­tekju­markið og eng­ar skerðing­ar. Bæt­ir það stöðu þeirra eldri borg­ara sem lök­ust hafa kjör­in? Nei, það ger­ir það ekki, enda ekk­ert til að nýta frí­tekju­markið, hvorki launa-, líf­eyr­is- né fjár­magn­s­tekj­ur.

Hækk­um gólfið

Ef við ætl­um að bæta kjör þeirra þrjú þúsund eldri borg­ara sem lak­ast hafa kjör­in og draga fram lífið á strípuðum bót­um þá hækk­um við gólfið hjá þeim hópi. Það ein­fald­lega eyk­ur mis­mun á milli hópa ef við ein­göngu hækk­um frí­tekju­mark. Það bæt­ir kjör þeirra sem eiga líf­eyr­is­sjóð, hafa fjár­magn­s­tekj­ur eða hafa starfs­orku og eru á vinnu­markaði. Þeir sem hafa ekk­ert af þessu sitja ein­fald­lega alltaf eft­ir. Er ég þá ekki að segja að all­ir í þeim hóp­um sem ég nefndi hafi það svo gott, öðru nær.

Frí­tekju­upp­bót

Hvernig bæt­um við þá sem draga fram lífið á strípuðum líf­eyr­is­greiðslum frá TR? Hvernig hljóm­ar það að sá hóp­ur fái launa­upp­bót, frí­tekju­upp­bót sem nem­ur upp­hæð frí­tekju­marks líf­eyr­is­greiðslna eða fjár­magn­stekna, nú 25.000 kr. á mánuði? Mér sýn­ist að það geti verið sann­girn­is­mál, en frí­tekju­mark hækk­ar skerðing­ar­mörk­in á líf­eyri Trygg­inga­stofn­un­ar. Lægst launaði hóp­ur­inn héldi þá í við þá sem njóta frí­tekju­marks í stað þess að bilið á milli þeirra yk­ist. Þessi hug­mynd er alla­vega leið til að hækka þá sem lægst­ar hafa líf­eyr­is­greiðslurn­ar frá TR án þess að þær greiðslur færu upp all­an stig­ann.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. nóvember 2019.