Fádæma þögn umhverfissinna

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi:

Elliðaár­dal­ur­inn er eitt stærsta og fjöl­sótt­asta úti­vist­ar­svæði borg­ar­inn­ar. Þar er ein­stakt nátt­úruf­ar sem vitn­ar um stór­brotna og heill­andi jarðsögu, auk þess sem svæðið býður upp á ýms­ar sögu­leg­ar minj­ar. Elliðaárn­ar renna um miðjan dal­inn, fáar ef nokkr­ar aðrar borg­ir geta státað af að eiga laxveiðiá sem renn­ur um miðja borg. Við eig­um því ekki að þurfa að standa í póli­tísku þrasi við borg­ar­yf­ir­völd um að vernda slíka nátt­úrup­ara­dís.

Elliðaár­dal­ur ekki meðal friðlýstra svæða í borg­ar­land­inu

Þeir sem halda því fram að Elliðaár­dal­ur­inn sé friðlýst­ur hafa rangt fyr­ir sér. Hverf­is­vernd í deili­skipu­lagi er ekki friðlýs­ing enda á friðlýs­ing sér stoð í nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Hún er unn­in í sam­vinnu við um­hverf­is­ráðuneytið óski sveit­ar­fé­lag eft­ir því að und­an­geng­inni aug­lýs­ingu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar eru ein­ung­is fimm svæði í borg­ar­land­inu friðlýst, þau eru Foss­vogs­bakk­ar, Háu­bakk­ar, Laug­ar­ás, Rauðhól­ar og Eld­borg í Bláfjöll­um. Elliðaár­dal­ur­inn er ekki á meðal þess­ara svæða.

Óaft­ur­kræft um­hverf­is­slys í upp­sigl­ingu

Elliðaár­dal­inn verður að friðlýsa til að vernda hann frá ágangi nýrra bygg­inga og mann­virkja. Það yrði óaft­ur­kræft um­hverf­is­slys ef gengið yrði á dal­inn með um­fangs­mikl­um bygg­ing­um. Nú­ver­andi lóðar­vil­yrði borg­ar­stjórn­ar miða að slík­um ham­förum en þau hljóða upp á 12.500 fer­metra mann­virki und­ir gróður­hvelf­ing­ar og veit­ing­a­rekst­ur. Þar er gert ráð fyr­ir bygg­ing­um að grunn­fleti 4.500 fer­metr­ar. Auk þess­ar­ar lóðar ætl­ar meiri­hlut­inn að út­hluta þrem­ur öðrum lóðum und­ir ým­iss kon­ar starf­semi á svæðinu.

Eng­inn sem í raun og veru met­ur nátt­úruperl­ur á við Elliðaár­dal­inn má láta þrönga, skamm­sýna og flokk­spóli­tíska hags­muni villa sér sýn í þess­um efn­um. Því miður hafa um­hverf­is­vernd­arsinn­ar, sem ým­ist fylgja Vinstri-græn­um eða Sam­fylk­ing­unni að mál­um, ekki tjáð sig um málið í fjöl­miðlum. Nán­ast al­gjör þögn rík­ir í þess­um hópi varðandi þau um­hverf­is­spjöll sem meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn hyggst samþykkja end­an­lega á næstu vik­um. Það vek­ur at­hygli sér­stak­lega í ljósi þess að í aðdrag­anda síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga voru Vinstri-græn með há­stemmd­ar yf­ir­lýs­ing­ar um vilja til þess að friðlýsa dal­inn og lýstu því yfir að þau hefðu verið á móti ný­bygg­ing­um í daln­um.

En núna – ekki eitt ein­asta orð frá of­an­greind­um um­hverf­is­vernd­ar­sinn­um um þau nátt­úru­spjöll sem meiri­hlut­inn ætl­ar að heim­ila að verði fram­kvæmd­ar við Stekkj­ar­bakka í Elliðaár­dal.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. nóvember.