Í dag kom út Auður, blað sjálfstæðiskvenna. Erla Tryggvadóttir er ritstjóri blaðsins sem er gefið út í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins og er tileinkað konum.
Fjölbreytt efnistök eru í blaðinu, m.a. viðtal við tvo yngstu ráðherra lýðveldissögunnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, Salome Þorkelsdóttur, sem gegndi fyrst kvenna starfi forseta Alþingis, Birnu Ósk hjá Icelandair og Ingu Jónu Þórðardóttur fyrrverandi borgarfulltrúa.
Blaðið er fjölbreytt og áhugavert, m.a. er rifjuð upp saga þeirra kvenna sem settust fyrst á Alþingi og Auðar Auðuns sem varð fyrst kvenna borgarstjóri og ráðherra. Blaðinu var dreift með Morgunblaðinu á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Hægt er að nálgast eintök af blaðinu í Valhöll, Háaleitisbraut 1 í Reykjavík. Jafnframt er hægt að nálgast blaðið í PDF útgáfu hér, sem og í gagnvirkri útgáfu að neðan: