Birgir Ísleifur Gunnarsson látinn

Birg­ir Ísleif­ur Gunn­ars­son fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, alþingismaður, menntamálaráðherra og seðlabanka­stjóri er látinn. Hann lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans í Kópa­vogi 28. október 2019.

Birgir Ísleifur fædd­ist í Reykja­vík 19. júlí 1936. For­eldr­ar hans voru Gunn­ar Espólín Bene­dikts­son, hrl. og for­stjóri, og Jór­unn Ísleifs­dótt­ir rit­ari.

Birgir Ísleifur tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins um árabil. Hann var formaður Heimdall­ar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, frá 1959 til 1962 og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 1967 til 1969. Birgir Ísleifur sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1973 til 1991 og var formaður framkvæmdastjórnar Sjálfstæðisflokksins frá 1978 til 1987.

Birgir Ísleifur var kjörinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur 26. maí 1962, 25 ára að aldri og sat þar í tvo áratugi, eða til ársins 1982. Þar af var hann borgarstjóri í sex ár frá 1972 til 1978.

Hann var alþing­ismaður Sjálfstæðisflokksins fyr­ir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi í 12 ár frá 1979 til 1991 og gegndi embætti mennta­málaráðherra frá 1987 til 1988.

Birg­ir Ísleifur var skipaður seðlabanka­stjóri árið 1991 og gengdi því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 2005, þar af var hann formaður bankastjórnar frá árinu 1994.

Birg­ir Ísleifur gift­ist Sonju Backm­an skrif­stofu­stjóra árið 1956 og eignuðust þau fjög­ur börn. Sonja lést 5. októ­ber 2019.

Sjálfstæðisflokkurinn sendir fjölskyldu Birgis Ísleifs innilegar samúðarkveðjur við fráfall hans um leið og störf hans í þágu flokksins og sjálfstæðisstefnunnar eru þökkuð af heilum hug.