Grunnur að frekari sókn

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

Bú­vöru­samn­ing­ar eru önn­ur meg­in­stoða ís­lensks land­búnaðar. Nú­gild­andi samn­ing­ar voru und­ir­ritaðir árið 2016 og eru þeir til end­ur­skoðunar á þessu ári. Þeirri vinnu fylg­ir mik­il ábyrgð fyr­ir alla hlutaðeig­andi enda mikl­ir hags­mun­ir í húfi fyr­ir bæði bænd­ur og neyt­end­ur.

Í gær var und­ir­ritað sam­komu­lag um end­ur­skoðun samn­ings um starfs­skil­yrði naut­griparækt­ar, sem er einn hinna fjög­urra bú­vöru­samn­inga. Mark­mið þess er að stuðla að framþróun og ný­sköp­un í naut­griparækt. Leggja á áherslu á rann­sókn­ir og mennt­un ásamt sjálf­bær­ari og um­hverf­i­s­vænni fram­leiðslu. Það er sér­stak­lega ánægju­legt að bænd­ur og stjórn­völd skuli sam­ein­ast um þessa framtíðar­sýn en um leið sýna í verki aðgerðir í þessa veru. Þannig eru gerðar grund­vall­ar­breyt­ing­ar á gild­andi sam­komu­lagi. Í þess­ari grein vil ég fara yfir meg­in­at­riði þeirra breyt­inga, en þau eru einna helst af þrenn­um toga.

Fallið frá af­námi kvóta­kerf­is

Fallið verður frá af­námi kvóta­kerf­is í mjólk­ur­fram­leiðslu sem stefnt var að með und­ir­rit­un naut­gripa­samn­ings­ins í fe­brú­ar 2016 og átti að taka gildi hinn 1. janú­ar 2021 og mun því greiðslu­mark gilda áfram út samn­ings­tím­ann. Greiðslu­mark held­ur sér þar af leiðandi sem kvóti sem trygg­ir for­gang að inn­an­lands­markaði og sem viðmiðun fyr­ir bein­greiðslur. Viðskipti með greiðslu­mark verða leyfð að nýju frá og með ár­inu 2020 og munu þau byggj­ast á til­boðsmarkaði sem er sama markaðsfyr­ir­komu­lag og gilti á ár­un­um 2011-2016. Viss­ar tak­mark­an­ir verða á viðskipt­um með greiðslu­mark sem verða út­færðar nán­ar í reglu­gerð.

Óum­deilt er að nú­gild­andi fram­leiðslu­stýr­ing hef­ur átt rík­an þátt í að stuðla að jafnri stöðu mjólk­ur­fram­leiðenda um land allt og til­svar­andi byggðafestu. Jafn­framt hef­ur þetta kerfi ýtt und­ir þá miklu hagræðingu sem orðið hef­ur í grein­inni á und­an­förn­um árum en sú þróun hef­ur orðið til hags­bóta fyr­ir bæði grein­ina og neyt­end­ur. Sam­an­tekið hef­ur þetta kerfi átt rík­an þátt í að naut­griparækt­in er jafn sterk grein og hún er í dag. Eitt af því sem benda má á er að með þeirri hagræðingu hef­ur notk­un á olíu á hvern fram­leidd­an lítra mjólk­ur dreg­ist sam­an um 40%. Ég tel þessa breyt­ingu því mikið heilla­skref sem er til þess fallið að stuðla að frek­ari framþróun og auk­inni verðmæta­sköp­un í grein­inni.

Íslensk naut­griparækt verði að fullu kol­efnis­jöfnuð

Í sam­komu­lag­inu er að finna þá metnaðarfullu stefnu­mörk­un bænda og stjórn­valda að ís­lensk naut­griparækt verði að fullu kol­efnis­jöfnuð eigi síðar en árið 2040. Þetta verður gert m.a. með því að byggja upp þekk­ingu á los­un og bind­ingu kol­efn­is, bættri fóðrun, meðhöndl­un og nýt­ingu búfjáráb­urðar, mark­vissri jarðrækt og öðrum þeim aðgerðum er miða að því að kol­efnis­jafna bú­skap. Slík­ar áhersl­ur falla vel að öðrum verk­efn­um á sviði kol­efn­is­bind­ing­ar svo sem skóg­rækt. Þá er að því stefnt að all­ar afurðir frá ís­lensk­um naut­gripa­bænd­um verði vottaðar sem kol­efn­is­hlut­laus­ar fyr­ir árið 2040.

Full samstaða er meðal stjórn­valda og bænda um þessa framtíðar­sýn. En það er einnig samstaða um hvernig þess­um mark­miðum verður sem best náð; með því að auka enn frek­ar þekk­ingu bænda á sínu landi og um leið efla getu þeirra til að auka bind­ingu kol­efn­is á því og draga úr los­un. Því þarf að auka rann­sókn­ir, ráðgjöf og fræðslu fyr­ir bænd­ur um þessi atriði. Jafn­framt þarf að taka til skoðunar að inn­leiða fjár­hags­lega hvata fyr­ir bænd­ur til að ná ár­angri í að auka bind­ingu.

Ég er af­skap­lega ánægður með þessa sterku og metnaðarfullu stefnu­mörk­un sem bænd­ur og stjórn­völd eru hér að sam­ein­ast um. Það er jafn­framt ánægju­legt, og til marks um þá ríku áherslu sem lögð er á þessa stefnu­mörk­un, að stjórn­völd og bænd­ur eru sam­mála um að ráðstafa fjár­magni af samn­ing um starfs­skil­yrði naut­griparækt­ar til aðgerða til að ná þess­um mark­miðum.

Verðlags­mál end­ur­skoðuð

Í sam­komu­lag­inu sam­ein­ast stjórn­völd og bænd­ur um að skoða um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á verðlags­mál­um mjólkuraf­urða. Þannig má nefna að til að efla og tryggja for­send­ur til sam­keppni við vinnslu mjólkuraf­urða verður gerð grein­ing á tæki­fær­um til frek­ari aðskilnaðar milli söfn­un­ar og sölu á hrámjólk frá vinnslu mjólkuraf­urða og öðrum rekstri. Þá verður fyr­ir­komu­lag verðlagn­ing­ar mjólk­ur­vara á heild­sölu­stigi tekið til end­ur­skoðunar og sá mögu­leiki tek­inn til skoðunar að hætta op­in­berri verðlagn­ingu mjólkuraf­urða.

Sam­hliða of­an­greind­um breyt­ing­um er stefnt að því að stý­ritæki við verðlagn­ingu mjólkuraf­urða verði þróuð til meira frjáls­ræðis. Þannig verður um­gjörð verðlags­nefnd­ar bú­vöru tek­in til end­ur­skoðunar með það að mark­miði að taka upp nýtt fyr­ir­komu­lag í stað Verðlags­nefnd­ar bú­vöru, án þess að slíkt raski for­send­um bú­vöru­samn­ings, enda er nú­gild­andi fyr­ir­komu­lag að mörgu leyti tíma­skekkja. Þá eru for­send­ur þessa fyr­ir­komu­lags brostn­ar í ljósi þess að full­trú­ar launþega hafa hafnað að til­nefna full­trúa í nefnd­ina und­an­far­in ár vegna óánægju með þetta fyr­ir­komu­lag.

Eft­ir und­ir­rit­un sam­komu­lags­ins mun verða skipaður starfs­hóp­ur sem fær það hlut­verk að út­færa þessi atriði nán­ar. Við þá vinnu er mik­il­vægt að hafa hags­muni neyt­enda að leiðarljósi. Því er hópn­um í störf­um sín­um gert að hafa sam­ráð við helstu aðila sem hags­muna eiga að gæta.

Áfram­hald­andi sókn

Ég tel að með þessu sam­komu­lagi séu stjórn­völd og bænd­ur að búa svo um starfs­skil­yrði naut­griparækt­ar að grein­in nýti þau mik­il­vægu sókn­ar­færi sem sann­ar­lega blasa við. Að við stuðlum að bættri sam­keppn­is­hæfni og auk­inni verðmæta­sköp­un en á sama tíma að sann­gjörnu vöru­verði fyr­ir neyt­end­ur. Ég er sann­færður um að þetta sam­komu­lag er mik­il­vægt skref í þá veru.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. október 2019.