Aðalfundur Verkalýðsráðs 2019

Aðalfundur Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins 2019 verður haldinn í Kaupangi á Akureyri laugardaginn 16. nóvember nk.

Dagskrá:

  1. Setning fundar
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Hringborðsumræður
  4. Kosning formanns og 1. og 2. varaformanns
  5. Kosning stjórnar
  6. Kosning fastanefnda
  7. Lagabreytingar
  8. Önnur mál

Eftir hádegi verður farið í útsýnisferð og fyrirtækjaheimsóknir.

Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður.

Nánari dagskrá og upplýsingar um fundinn verða birtar þegar nær dregur.

Framboðsfrestur til að bjóða sig fram í þau embætti sem kosið verður í á fundinum rennur út á miðnætti 12. nóvember. Framboð skal tilkynna á xd@xd.is merkt framboð „Verkalýðsráð“.

Hér má finna lög Verkalýðsráðs og nánari upplýsingar um ráðið.

Reykjavík, 18. október 2019,

Stjórn Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins