Ekki skjól fyrir þyngri byrðar

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Það hljóm­ar ekki illa að leggja á græna skatta enda allt vænt sem er vel grænt. Um­hverf­is­skatt­ar eru ekki nýtt fyr­ir­bæri en með auk­inni vit­und um nátt­úru­vernd hef­ur verið lögð áhersla á að slík­ir skatt­ar skuli inn­heimt­ir. Tals­menn grænna skatta telja þá nauðsyn­lega til að hvetja til um­hverf­i­s­vænni ákv­arðana fyr­ir­tækja og ein­stak­linga. Þannig á að leggja þung lóð á vog­ar­skál­arn­ar í lofts­lags­mál­um.

Hér verður ekki borið á móti því að um­hverf­is­skatt­ar – græn­ir skatt­ar – geti verið skyn­sam­leg­ir en hætt­an er sú að til verði skjól fyr­ir aukna skatt­heimtu hins op­in­bera. Þá virðast ríki og sveit­ar­fé­lög hafa ríka eðlis­hvöt til að klæða skatta í bún­ing grænna skatta, þó þeir séu það ekki í raun. Póli­tískt er auðveld­ara að rétt­læta slíka skatt­heimtu en aðra, enda á mark­miðið að stuðla að já­kvæðum áhrif­um á um­hverfið.

Í ein­fald­leika sín­um má segja að mark­mið grænna skatta/​gjalda sé tvíþætt (þó auðvitað spili þar fleira inn í):

  • að standa und­ir kostnaði að hluta eða öllu leyti sem sam­fé­lagið verður fyr­ir vegna ákveðinna at­hafna fyr­ir­tækja/​al­menn­ings,
  • að hvetja til breyttr­ar hegðunar, en ekki til að auka tekj­ur rík­is eða sveit­ar­fé­laga.

Áhrif á sam­keppn­is­hæfni

Aug­ljóst er að græn­ir skatt­ar geta haft veru­leg áhrif á sam­keppn­is­hæfni þjóðar, at­vinnu­greina eða ein­stakra fyr­ir­tækja. Séu t.d. lagðir sér­tæk­ir um­hverf­is­skatt­ar á ís­lensk fyr­ir­tæki, sem sam­keppn­isaðilar í öðrum lönd­um þurfa ekki að standa und­ir, er aug­ljóst að staða þeirra versn­ar. Af­kom­an verður verri, mögu­leik­ar til að bjóða vöru/þ​jón­ustu á lægra verði eða greiða starfs­mönn­um hærri laun verða lak­ari en áður.

Vís­bend­ing­ar eru um að græn­ir skatt­ar hafi nei­kvæð áhrif á tekju­lága hópa. Skatt­arn­ir leggj­ast hlut­falls­lega þyngra á tekju­lága en há­tekju­fólk. Ekki má held­ur gleyma því að mögu­leik­ar fólks til að breyta hegðun sinni eru oft í réttu hlut­falli við tekj­ur. Há­tekjumaður­inn á auðveld­ara með að taka strax þátt í orku­skipt­um með því að kaupa sér raf­magns­bíl (og njóta raun­ar tölu­verðra íviln­ana) en unga fjöl­skyld­an sem hef­ur ekki efni á öðru en halda áfram að nota gamla bens­ín-fjöl­skyldu­bíl­inn.

Sé til­gang­ur­inn að baki græn­um skött­um að stuðla að breyttri hegðun fyr­ir­tækja og ein­stak­linga til að ná fram ákveðnum mark­miðum í um­hverf­is­mál­um, ligg­ur það í hlut­ar­ins eðli að skatt­arn­ir skila æ minni tekj­um eft­ir því sem árin líða. Ann­ars hafa þeir ekki skilað til­ætluðum ár­angri. Um­hverf­is­skatt­ar sem ætlað er að standa und­ir ákveðnum kostnaði sam­fé­lags­ins vegna efna­hags­legra at­hafna eru a.m.k. að hluta öðru marki brennd­ir.

Lækka á aðra skatta

Það er hins veg­ar rétt sem Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa bent á: Það á að nýta tekj­ur vegna grænna skatta til þess að lækka aðra al­menna skatta. SA tel­ur að til greina komi að lækka álagn­ingu á „um­hverf­i­s­væna starf­semi sér­stak­lega en þannig væri ýtt enn frek­ar und­ir um­hverfis­vit­und al­menn­ings og fyr­ir­tækja, eins og þegar er gert með lækk­un virðis­auka­skatts á raf­magns-, vetn­is- og tvinn­tengil­bif­reiðar“. Hug­mynd af þessu tagi er þess virði að hug­leiða en fram­kvæmd­in er vanda­söm. Skatta­leg­ir hvat­ar í formi íviln­ana geta komið illi­lega í bakið á um­hverf­inu. Dæmi um þetta er þegar ís­lensk stjórn­völd, líkt og víða í Evr­ópu, töldu rétt að ýta und­ir dísil­væðingu bíla­flot­ans.

Jafn­vel löngu áður en um­hverf­is­skatt­ar – græn­ir skatt­ar – komust „í tísku“ komu fram áhyggj­ur af því að verið væri að mynda skjól fyr­ir þyngri álög­ur hins op­in­bera á fyr­ir­tæki og ein­stak­linga. Árið 1993 lagði Árni M. Mat­hiesen, fyrr­ver­andi þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og síðar fjár­málaráðherra, fram þings­álykt­un þar sem um­hverf­is­ráðherra og fjár­málaráðherra var ætlað að at­huga „hvort og þá á hvaða hátt um­hverf­is­skatt­ar geti komið í stað nú­ver­andi skatta, svo sem tekju­skatta, eign­ar­skatta, út­svars og aðstöðugjalds“. Að baki til­lög­unni, sem náði ekki fram að ganga var sú hugs­un að um­hverf­is­skatt­ar kæmu í stað annarra skatta en yrðu ekki viðbót­ar­skatt­heimta. Í grein­ar­gerð var bent á að um­hverf­is­skatt­ar væru hagræn stjórn­tæki sem beitt er til að ná ákveðnum mark­miðum í um­hverf­is­mál­um. Með skött­un­um væri tekið „til­lit til þess kostnaðar sem við höf­um af því að skaða um­hverfið og ella væri ekki tek­inn með í reikn­ing­inn“ við efna­hags­lega og viðskipta­lega ákvörðun. „Þetta er m.a. leið til þess að beita hinum frjálsa markaði til þess að aðlaga neyslu, viðskipti og fram­leiðslu að mark­miðum um­hverf­is­vernd­ar og sjálf­bærr­ar þró­un­ar,“ sagði í grein­ar­gerðinni en þar var lögð áhersla á að „um­hverf­is­skatt­ar verði ekki notaðir til þess að afla hinu op­in­bera auk­inna tekna held­ur til þess að breyta og beita skatt­kerf­inu á já­kvæðan hátt“.

Byrjað af hóf­semd en …

Svipað viðhorf birt­ist í leiðara Morg­un­blaðsins í nóv­em­ber 1996. Blaðið tók und­ir að skyn­sam­legt væri að inn­leiða um­hverf­is­skatta en hafði uppi aðvör­un­ar­orð:

„Áherslu ber þó að leggja á að um­hverf­is­skatt­ar komi í stað annarra skatta og verði ekki til þess að heild­ar­skatt­byrðin hækki. Þeir mega held­ur ekki verða hrein tekju­lind op­in­berra aðila, í stað þess að standa und­ir kostnaði við um­hverf­is­vernd.“

Eitt að lok­um: Oft byrj­ar skatt­heimta af tölu­verðri hóf­semd. En það eru meiri lík­ur á að hægt og bít­andi auk­ist þungi nýrra skatta frem­ur en þeir séu felld­ir niður. Þetta virðist nær órjúf­an­legt lög­mál. Dæmi um þetta er sölu­skatt­ur­inn, sem var inn­leidd­ur árið 1945 og var inn­heimt­ur und­ir ýms­um nöfn­um fram til 1960 þegar al­menn­ur sölu­skatt­ur var lagður á. Þá var skatt­hlut­fallið 3% en hækkaði síðan nokkuð ört á næstu ára­tug­um og var orðið 22% þegar virðis­auka­skatt­s­kerfið var tekið upp árið 1990. (Raun­ar var á tíma­bili sér­stak­ur sölu­skatts­auki lagður á).

Græn­ir skatt­ar geta verið æski­leg­ir og skyn­sam­leg­ir út frá efna­hags­leg­um þátt­um ekki síður en um­hverf­is­leg­um. En reynsl­an kenn­ir skatt­greiðend­um – fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um – að græn skatt­heimta verði lítið annað en fal­legt heiti á þyngri álög­um til framtíðar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. október 2019.