Eiginfjárstaða 2018 styrktist óháð fjölskyldugerð

Heildareignir landsmanna jukust um 13% milli áranna 2017 og 2018 skv. upplýsingum úr skattframtölum Íslendinga. Eignirnar fóru úr 6.065 milljörðum króna í 6.855 milljarða á milli ára. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands – sjá hér.

Eiginfjárstaða landsmanna árið 2018 styrktist óháð fjölskyldugerð og var eigið fé alls 4,744 milljarðar króna í árslok sem er aukning um 15,6% á milli ára. Mesta aukningin var í aldurshópnum 25-29 ára eða um 43,9% á milli ára. Eiginfjárstaða hjóna með börn styrktist um 19% og einstæðra foreldra um 25,3%. Eiginfjárstaða einstaklinga styrktist um 15,6% á milli ára og hjóna án barna um 13,8%.

Að sama skapi fækkaði fjölskyldum með neikvætt eigið fé í húsnæði. Árið 2018 voru 3.275 fjölskyldur með neikvæða eiginfjárstöðu í fasteign sem er 26% færri en árið 2017.