Vel á annað hundrað manns mættu í Valhöll fimmtudagskvöldið 3. október sl. í móttöku á vegum sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins sem haldin var í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem lýkur í dag á Hilton Nordica Reykjavík.
Bjarni Benediktsson formaður flokksins ávarpaði hópinn ásamt Jens Garðari Helgasyni formanni sveitarstjórnarráðs.
Um var að ræða sveitarstjórnarfólk frá öllu landinu ásamt þingmönnum flokksins. Frábær stemning ríkti í hópnum eins og ávallt þegar sjálfstæðisfólk gerir sér glaðan dag.
Í sveitarstjórnarráði sitja allir kjörnir aðal- og varamenn Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins ásamt flokksbundum bæjar- og sveitarstjórum.