Sóttu landsfund breska Íhaldsflokksins

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunnarsson ritari Sjálfstæðisflokksins og Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sóttu í vikunni landsfund breska Íhaldsflokksins í Manchester.

 

Í dag hlýddu þau á ræðu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga breska Íhaldsflokksins.

Jón Gunnarsson, Bjarni Benediktsson, James Cleverly, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Þórður Þórarinsson.

Áður áttu þeir nokkra tvíhliða fundi, m.a. með James Cleverly ráðherra í bresku ríkisstjórninni og formanni breska Íhaldsflokksins, Christopher Pincher ráðherra málefna Evrópu og Ameríku í bresku ríkisstjórninni og Alec Shelbrooke þingmanni og einum af varaformönnum breska Íhaldsflokksins.

Meðal þess sem rætt var á tvíhliða fundunum var Brexit og hugsanlegar leiðir til að leysa þá stöðu sem upp er komin, stjórnmálasamband og viðskipti landanna tveggja, þróun efnahagsmála í Bretlandi í kjölfar Brexit, áhersla á gerð fríverslunarsamninga hverfi landið úr ESBð, líkur á kosningum fljótlega og hver séu líkleg átakamál hennar.

Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Alec Shelbrook, Bjarni Benediktsson og Þórður Þórarinsson