2020 er ár tækifæra

Trausti Hjaltason, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Helga Kristín Kolbeins bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum:

Eftirfarandi eru tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir fjárhagsáætlunargerðar ársins 2020:

  • Skattalækkun: Lagðar verði til sviðsmyndir að útsvarslækkun en nauðsynlegt er að halda álögum á íbúa í lágmarki. Allir útsvarsgreiðendur njóta góðs af slíku óháð því hvaða þjónustu þeir sækja til sveitarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn telur að sem mestur hluti af sjálfsaflafé fólks sé best varið í þeirra eigin höndum.
  • Efla flugið: Unnið verði markvisst að markaðssetningu flugvallarins okkar. Flugsamgöngur hafa átt undir högg að sækja sökum bættra sjósamgangna á undanförnum árum, en undirrituð telja sóknarfæri til staðar og nauðsynlegt sé að efla flugið eins og kostur er.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum.

Lögð verði við fjárhagsáætlunargerð áhersla m.a. á framkvæmdir sem stuðla að aukinni tómstundaþátttöku, heilsueflingu og fjölskylduvænni afþreyingu á borð við:

  • Byggt við Hamarskólann: Með það að markmiði að sameina Tónlistarskólann, frístundarverið og Hamarskólann undir sama þak.
  • Gervigrasvöllur: Hafin verði undirbúningsvinna við að setja upp upphitaðan gervigrasvöll í Vestmannaeyjum.
  • Göngustígagerð: Aukin kraftur settur í göngustígagerð fyrir gangandi vegfarendur um alla eyju.
  • Blakvöllur: Hugað verði að fleiri heilsueflandi afþreyingamöguleikum á borð við útiblakvöll í miðbænum, sem gæti verið staðsettur sunnan við Ráðhúsið.
  • Tónlist ungs fólks: Stutt verði við að finna vímuefnalausan og öruggan stað fyrir ungmenni til að stunda tónlist í frítíma.
Helga Kristín Kolbeins bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum.

Á undanförnum þremur kjörtímabilum hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt mikla áherslu á niðurgreiðslu skulda sveitarfélagsins, hagræðingu rekstrar, ásamt því að veita öfluga og fjölbreytta þjónustu við bæjarbúa. Sú stefna hefur skilað sveitarfélaginu í fremstu röð hvað varðar m.a. efnahagslegan styrk og stöðugleika sem er forsenda framfara og bættrar þjónustu.

Greinin birtist fyrst á eyjar.net 2. október 2019.