Leiðin liggur upp á við

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra:

Lífs­kjör á Íslandi eru með því besta sem þekk­ist. Íslenskt efna­hags­um­hverfi er heil­brigt, jöfnuður óvíða meiri og staða rík­is­sjóðs traust. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) um ís­lenska hag­kerfið sem birt var í vik­unni. Hér hef­ur verið hag­vöxt­ur á liðnum árum, at­vinnu­leysi lítið og verðbólga lág. Það er hægt að mæla lífs­kjör á marga vegu en óhætt er að segja að flestall­ir mæli­kv­arðar hafi verið okk­ur já­kvæðir síðustu ár.

Það mætti hugsa þetta með öðrum hætti. Ef við til gam­ans fengj­um að velja þann tíma í mann­kyns­sög­unni sem best væri að upp­lifa heila mann­sævi, þá væri það ein­mitt í dag. Lífs­lík­ur hafa aldrei verið meiri og það sama á við um mennt­un, jafn­rétti, tækni­fram­far­ir, heil­brigðisþjón­ustu og fleira. Við vit­um hvenær væri best að lifa (í nú­tím­an­um) og ef við velt­um fyr­ir okk­ur hvar væri best að fæðast get­um við verið þess full­viss að Ísland skor­ar of­ar­lega á þeim lista.

Það er tvennt sem vert er að huga að í fram­haldi af þessu; hvernig kom­umst við hingað og hvert för­um við næst?

Við sem þjóð höf­um náð gíf­ur­leg­um ár­angri í efna­hag og lífs­gæðum. Ekki bara á liðnum ára­tug held­ur á liðinni öld. Ut­anaðkom­andi aðstæður hafa eft­ir til­vik­um verið okk­ur hag­stæðar og tækni­fram­far­ir mikl­ar, hag­nýt orku­notk­un, betri sam­göng­ur og auk­in viðskipti eru allt þætt­ir sem hafa stór­aukið lífs­gæði hér á landi.

Ekk­ert af þessu verður þó til af sjálfu sér. Til að ná þess­um ár­angri þurf­um við góða blöndu af stjórn­mála­mönn­um sem eru hag­sýn­ir og fram­fara­s­innaðir en hafa um leið vit á því að leyfa einkafram­tak­inu að blómstra. Það eru einkaaðilar sem búa til verðmæti, koma fram með hug­mynd­ir og fram­kvæma þær, byggja ný viðskipta­sam­bönd, hagræða og þannig mætti lengi áfram telja. Hið op­in­bera á fyrst og fremst að búa til leik­regl­ur sem all­ir geta spilað eft­ir og búa þannig í hag­inn að það standi ekki í vegi fyr­ir frek­ari fram­förum.

Við kom­umst á þenn­an stað af því að við erum fram­sýn og já­kvæð þjóð. Við leit­um sí­fellt leiða til að gera bet­ur, við sækj­um þekk­ingu og reynslu til annarra landa þegar þess þarf en fyrst og fremst höf­um við stuðlað að auknu frelsi (þótt enn megi gera bet­ur í þeim efn­um).

Og þá velt­um við því fyr­ir okk­ur hvert við för­um næst. Að öllu óbreyttu ætti leiðin að liggja upp á við. Við get­um bætt mennta­kerfið um­tals­vert, við get­um aukið viðskipti, bætt sam­göng­ur, nýtt tæki­færi til fram­fara í heil­brigðismál­um o.s.frv. Það eina sem stend­ur í vegi fyr­ir frek­ari fram­förum erum við sjálf. Við þurf­um að koma bönd­um á stækk­andi rík­is­vald og við sem störf­um í stjórn­mál­um höf­um það hlut­verk að búa þannig í hag­inn að rík­is­valdið þjónusti al­menn­ing og fyr­ir­tæki en ekki öf­ugt. Það er og verður stærsta áskor­un­in á næstu árum.

Greinin birtist í Morgunblaðin 18. september 2019.