Hlökkum til morgundagsins

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Ég hlakka alltaf til að mæta á lands­fundi og flokks­ráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þeir eru upp­sprett­ur hug­mynda og skapa vett­vang rök­ræðna. Ekki skemm­ir að eiga þess kost að hitta hundruð vina og kunn­ingja frá land­inu öllu.

Flokks­ráð Sjálf­stæðis­flokks­ins kom sam­an síðastliðinn laug­ar­dag. Ekki verða þeir sem þar komu sam­an sakaðir um hug­sjóna­leysi eða til­raun­ir til að forðast nýj­ar hug­mynd­ir, skipt­ast á skoðunum eða tak­ast á með rök­ræðu. Um 20 hug­veit­ur – hring­borð – tóku fyr­ir af­mörkuð mál­efni en fókus­inn var á orku­mál og rík­is­rekst­ur. Afrakst­ur­inn end­ur­spegl­ast í stjórn­mála­álykt­un fund­ar­ins en um leið var lagður traust­ur grunn­ur að starfi mál­efna­nefnda flokks­ins fyr­ir lands­fund á kom­andi ári.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur verið í rík­is­stjórn frá 2013. Frá þeim tíma hef­ur margt breyst til betri veg­ar á Íslandi og ár­ang­ur­inn er óum­deild­ur:

• Skuld­ir rík­is­sjóðs hafa lækkað um 320 millj­arða króna á ár­un­um 2013 til árs­loka 2019.

• Miðgildi kaup­mátt­ar ráðstöf­un­ar­tekna hef­ur auk­ist um 27% á milli 2013 og 2018.

• Tekju­skatt­ur ein­stak­ling­ar hef­ur lækkað um 25 millj­arða. Skatt­ur­inn lækk­ar um 21 millj­arð á árs­grunni á næstu tveim­ur árum.

• Trygg­inga­gjald hef­ur lækkað um 18 millj­arða og lækk­ar enn frek­ar á næsta ári.

• Al­menn vöru­gjöld hafa verið felld niður.

• Fram­lög til heil­brigðismála hafa hækkað um 51% að raun­v­irði.

• Fram­lög til al­manna­trygg­inga hafa hækkað um 76% að raun­v­irði.

• Vext­ir eru í sögu­legu lág­marki og eru 1,9 pró­sentu­stigi lægri nú en þeir voru í árs­lok 2013.

Þótt hægt sé að gleðjast yfir góðum ár­angri á umliðnum árum eru mörg verk óunn­inn. Í stjórn­mál­um er nauðsyn­legt að halda til haga því sem vel hef­ur verið gert en það er jafn­vel enn mik­il­væg­ara að átta sig á þeim verk­efn­um sem þarf að ráðast í og viður­kenna að ekki hafi náðst ár­ang­ur á öll­um sviðum.

Kerfið of flókið

Í skýrslu OECD um Ísland sem kynnt var síðastliðinn mánu­dag kem­ur fram að efna­hags­lífið sé heil­brigt, jöfnuður óvíða meiri og staða rík­is­sjóðs traust. Sér­fræðing­ar stofn­un­ar­inn­ar eru bjart­sýnni á gang efna­hags­mála næstu miss­er­in en ein­kennt hef­ur umræðuna hér á landi.

Auðvitað þurf­um við ekki er­lenda sér­fræðinga til að segja okk­ur hið aug­ljósa. Staðan er góð – jafn­vel öf­undsverð fyr­ir marg­ar þjóðir – en við get­um gert bet­ur. Marg­ar ábend­ing­ar OECD eru þarfar og næst­um aug­ljós­ar. Aðrar eru um­deil­an­leg­ar.

Að mati sér­fræðinga OECD er reglu­verk hér á landi óþarf­lega íþyngj­andi. Stjórn­sýsl­an búi til þrösk­ulda fyr­ir ný fyr­ir­tæki og hefti ný­sköp­un. Ein­falda eigi rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja, sér­stak­lega í þjón­ustu- og flutn­ings­grein­um og draga úr hindr­un­um fyr­ir beinni er­lendri fjár­fest­ingu.

Sam­hljóm­ur er í gagn­rýni OECD á reglu­verk og starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja og stjórn­mála­álykt­un­ar flokks­ráðsfund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, en þar seg­ir að skatt­kerfi og reglu­verk at­vinnu­lífs­ins eigi að vera ein­falt og sann­gjarnt:

„Með sam­ein­ingu eft­ir­litsaðila, út­vist­un verk­efna og ein­föld­un reglu­verks styrk­ist sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra fyr­ir­tækja, verð til neyt­enda get­ur lækkað, svig­rúm til hærri launa eykst og stuðlað er að auk­inni hag­kvæmni, fram­leiðni og skil­virkni í at­vinnu­líf­inu.“

Eng­um á að koma á óvart að sjálf­stæðis­menn vilji að „ríkið dragi sig út úr rekstri á fjár­mála­markaði“ né að ráðist verði „í frek­ari sölu á hlut­um rík­is­ins í öðrum fyr­ir­tækj­um sem eru í sam­keppn­is­rekstri“:

„Við end­ur­skoðun sam­keppn­islaga er nauðsyn­legt að bú­inn verði til skil­virk­ur far­veg­ur fyr­ir einkaaðila til að verj­ast órétt­látri og ósann­gjarni sam­keppni op­in­berra aðila.

Sam­keppn­is­lög eiga að byggj­ast á þeirri grunn­hugs­un að hlut­verk sam­keppn­is­yf­ir­valda sé að stuðla að eðli­legri og sann­gjarnri sam­keppni á mörkuðum með hags­muni neyt­enda og at­vinnu­lífs­ins að leiðarljósi. Við end­ur­skoðun lag­anna skal því lögð áhersla á leiðbein­andi hlut­verk Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.“

Ein­föld­un kerf­is­ins

Flokks­ráðið er skýrt: Kerfið er of flókið og það verður að stokka upp spil­in. Draga á ríkið út úr sam­keppn­is­rekstri og tryggja sann­girni á markaði.

For­senda þess að við náum ár­angri í þess­um efn­um er að við kjörn­ir full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins viður­kenn­um að okk­ur hef­ur miðað lítt áfram og jafn­vel færst aft­ur á bak á und­an­förn­um árum. Eitt stærsta verk­efni kom­andi miss­era og ára er að ein­falda allt reglu­verk og gera það skil­virk­ara; draga úr kostnaði og auka sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins. Við get­um orðað þetta skor­in­ort: Gera lífið ein­fald­ara, þægi­legra og ódýr­ara.

Ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa þegar brett upp erm­arn­ar. Í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu, und­ir for­ystu Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur og Kristjáns Þór Júlí­us­son­ar, er upp­skurður í und­ir­bún­ingi og hef­ur tíma­sett aðgerðaráætl­un þegar verið kynnt í rík­is­stjórn. Í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra til­kynnti Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að fyrsti áfangi í ein­föld­un reglu­verks­ins kæmi til fram­kvæmda inn­an nokk­urra vikna:

„Við ætl­um að end­ur­skoða leyf­is­veit­ing­ar, ein­falda stjórn­sýslu og end­ur­meta hlut­verk og nauðsyn nefnda sem heyra und­ir ráðuneytið. Við tök­um til heild­ar­end­ur­skoðunar eft­ir­lits­regl­ur sem heyra und­ir ráðuneytið með það að mark­miði að ein­falda og lág­marka nauðsyn­lega reglu­byrði. Við ætl­um að spyrja grund­vall­ar­spurn­inga um hlut­verk stjórn­valda. Við mun­um leggja áherslu á út­vist­un verk­efna og höfn­um alda­göml­um hug­mynd­um um að op­in­ber­ar stofn­an­ir og fyr­ir­tæki séu bund­in af því að eiga lög­heim­ili í stein­steypu í Reykja­vík. En um leið göng­um við úr skugga um að fjár­mun­um ís­lenskra skatt­greiðenda, fyr­ir­tækja og al­mennra launa­manna, kenn­ara, skrif­stofu­fólks, sjó­manna, bænda og annarra launþega sé vel varið. Ég er sann­færður um að afrakst­ur þess­ar­ar vinnu verði öfl­ugri og ein­fald­ari stjórn­sýsla til hags­bóta fyr­ir al­menn­ing og at­vinnu­líf. All­ir munu njóta góðs af, al­menn­ing­ur og fyr­ir­tæki, rík­is­sjóður og sveit­ar­fé­lög­in.“

Með skýr mark­mið að leiðarljósi eru góðar lík­ur á að ár­ang­ur ná­ist. Þegar búið er að grisja reglu­gerðarfrum­skóg­inn og koma bönd­um á eft­ir­litsiðnaðinn, verður líf allra lands­manna þægi­lega og lífs­kjör­in betri. Og þá geta all­ir hlakkað til morg­undags­ins, eins og sagði í yf­ir­skrift flokks­ráðsfund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. september 2019.