„Ríkið haldi sig til hlés“

Íslandspóstur tilkynnti í dag um sölu á Samskiptum en salan er liður í hagræðingaraðgerðum og endurskipulagningu Íslandspósts. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, tjáði sig um söluna á Twitter fyrr í dag þar sem hann sagði rétt að ríkið héldi sig til hlés þar sem aðrir séu fullfærir um að sinna viðkomandi þjónustu.

Sala Íslandspósts á Samskiptum rímar vel við landsfundarályktun fjárlaganefndar frá 43. landsfundi Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári, en þar ályktaði fundurinn að selja ætti ákveðnar ríkiseignir í samkeppnisrekstri.