Íslandspóstur tilkynnti í dag um sölu á Samskiptum en salan er liður í hagræðingaraðgerðum og endurskipulagningu Íslandspósts. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, tjáði sig um söluna á Twitter fyrr í dag þar sem hann sagði rétt að ríkið héldi sig til hlés þar sem aðrir séu fullfærir um að sinna viðkomandi þjónustu.
Það er rétt að ríkið haldi sig til hlés þar sem aðrir eru fullfærir um að sinna viðkomandi þjónustu. https://t.co/FjyNtkjXzi
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) September 12, 2019
Sala Íslandspósts á Samskiptum rímar vel við landsfundarályktun fjárlaganefndar frá 43. landsfundi Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári, en þar ályktaði fundurinn að selja ætti ákveðnar ríkiseignir í samkeppnisrekstri.