Dagskrá flokksráðsfundar 2019

Dagskrá flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins á Hilton Reykjavík Nordica 14. september nk. liggur fyrir. Dagskrána í heild má finna hér.

Fundurinn hefst kl. 11:00 með setningarræðu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins.

Frambjóðendur til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins kynna sig kl. 11:30 og í framhaldinu hefjast hugveitur í anda hringferðar þingflokks Sjálfstæðisflokksins fyrr á þessu ári. Þar munu fundarmenn skipta sér niður á borð og ræða afmörkuð málefni á hverju borði.

Eftir hlé kl. 14:00 mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins flytja ræðu sína í upphafi af almennum stjórnmálaumræðum. Í framhaldi af því munu helstu niðurstöður hugveitna kynntar og við taka almennar umræður ásamt afgreiðslu stjórnmálaályktunar.

Kl. 15:15 verður gert hlé á stjórnmálaumræðum og fram fer kosning á nýjum ritara Sjálfstæðisflokksins. Kosningarétt hafa allir þeir sem sitja í flokksráðinu og eftir atvikum varamenn þeirra. Að kosningum loknum halda stjórnmálaumræður áfram.

Kl. 15:45 ávarpar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fráfarandi ritari Sjálfstæðisflokksins fundinn.

Fundarslit kl. 16:30.

Um kvöldið verður slegið upp heljarinnar veislu með Sjallaballi og veglegum standandi kvöldverði á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið opnar kl. 19:30 og fram koma m.a. Bergur Ebbi uppistandari. Eyþór Arnalds og Stefanía Svavars leika vinsæl lög Todmobile og Stjórnin leikur fyrir dansi ásamt gestasöngvurum. Veislustjóri verður Logi Bergmann Eiðsson.

Skráning á fundinn og miðasala á Sjallaball stendur yfir

Skráning á fundinn stendur yfir. Þátttökukostnaði bæði á fundinn og miðaverði á ballið er haldið í algjöru lágmarki. Fyrir þá sem greiða fyrir bæði fyrir miðnætti 12. september er fundargjald og miðaverð einungis 6.500 kr. en 5.500 fyrir námsmenn og lífeyrisþega. 13. september hækka gjöldin.

Fyrir þá sem ætla einungis á flokksráðsfundinn er almennt þátttökugjald í fundinum 2.500 sé greitt fyrir miðnætti 12. september en 1.500 kr. fyrir námsmenn og lífeyrisþega. Almennt þátttökugjald hækkar eftir það í 3.500 kr. og 2.500 kr. fyrir námsmenn og lífeyrisþega.

Skráning á flokksráðs- og formannafundinn fer fram hér. Þau sem ætla á bæði eru minnt á tilboðið.

Miðasala á Sjallaball er hafin. Stakt miðaverð á ballið er 5.500 kr. til miðnættis 12. september og 4.500 kr. fyrir námsmenn og lífeyrisþega. Eftir það kostar almennur miði 6.000 kr. og 5.500 fyrir námsmenn og öryrkja.

Miðasala fyrir þá sem ætla einungis á Sjallaball fer fram hér

MIÐAR Á SJALLABALL VERÐA AFHENTIR Í VALHÖLL FRÁ 09:00-16:00 DAGANA 11. – 13. SEPTEMBER, Á NORDICA HÓTELI FRÁ 10:30-16:30 ÞANN 14. SEPTEMBER OG Í DYRUNUM INN Á BALLIÐ Á NORDICA HÓTELI ÞANN 14. SEPTEMBER FRÁ 19:30.