Heimsókn frá Senioren Union

Stjórn Samtaka eldri sjálfstæðismanna (SES) tók á móti sendinefnd frá Senioren Union, samtökum eldri Kristilegra demókrata í Þýskalandi (CDU) í bókastofu Valhallar miðvikudaginn 4. september síðastliðinn.

Á fundinum var rætt um málefni eldri borgara á Íslandi sem og í Þýskalandi auk þess sem Prof. Dr. Otto Wulff, formaður Senioren Union, gaf Halldóri Blöndal, formanni SES, veglega bókargjöf í tilefni af heimsóknini.