Haustferð SES

Eldri sjálfstæðismenn fóru í haustferðalag um Snæfellsnes síðastliðinn miðvikudag, 4. september.

Fararstjóri var Sturla Böðvarsson fyrrum ráðherra en hann fræddi hópinn m.a. um Stykkishólm, Ólafsvík, Grundarfjörð, Rif og Hellissand. Stoppað var í Stykkishólmi en þar snæddu ferðalangar dýrindis hádegismat á Fosshótel.

Því næst var stoppað á Hellissandi en þar var boðið upp á kaffi og kökur á Sjóminjasafninu auk þess sem Ásbjörn Óttarsson fyrrum alþingismaður fræddi hópinn um sögu safnsins og Hellissands. Loks var komið við á Hellnar áður en lagt var af stað aftur til Reykjavíkur.