Á ríkið að selja ilmvötn og auglýsingar?

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Fæst­ir stjórn­mála­manna eru hugsuðir í eðli sínu. Þeir byggja viðhorf sín frem­ur á ein­föld­um grunn­hug­mynd­um en djúpri hug­mynda­fræðilegri sann­fær­ingu. Aðrir eru hrein­ir tekn­ó­krat­ar, upp­tekn­ir af því að smíða þjóðfé­lags­mód­el, lög og regl­ur um alla mann­lega hegðun. Enn aðrir haga segl­um eft­ir vind­um.

Óhætt er að halda því fram að sæmi­leg sátt sé á Íslandi um grunn­hlut­verk rík­is­ins. Ríkið á að vernda borg­ar­ana gegn ut­anaðkom­andi of­beldi jafnt og of­beldi inn­an­lands, tryggja eigna­rétt­inn, setja og fram­fylgja al­menn­um leik­regl­um, tryggja að börn og ung­ling­ar hljóti al­menna góða mennt­un og sjúk­ling­um sé veitt góð heil­brigðisþjón­usta óháð efna­hag. Við höf­um einnig sam­ein­ast um að hjálpa þeim sem minna mega sín til sjálfs­hjálp­ar og tryggja að þeir sem ekki geta, hafi til hnífs og skeiðar og eigi mann­sæm­andi líf.

Ágrein­ing­ur­inn verður djúp­stæðari þegar tek­ist er á um hvort og hvernig ríkið eigi að sinna öðrum verk­efn­um. Raun­ar er einnig tek­ist á um það með hvaða hætti rík­is­valdið upp­fyll­ir grunn­skyld­ur sín­ar. Þetta á t.d. við um heil­brigðisþjón­ustu, þar sem rík­is­hyggj­an hef­ur grafið und­an einka­rekstri og þarf­ir kerf­is­ins eru oft sett­ar ofar rétt­ind­um okk­ar allra sem erum sjúkra­tryggð. Jafn­vel varðstaðan um eign­ar­rétt­inn get­ur brostið enda gera rót­tæk­ir vinstri­menn at­lögu að eign­ar­rétt­in­um þegar færi gefst. Orðræða um vannýtt tekju­tæki­færi og vannýtta tekju­stofna, þegar reynt er að koma bönd­um á skattagleði hins op­in­bera, á ræt­ur í hug­mynda­fræði þar sem eign­ar­rétt­ur­inn er virt­ur að vett­ugi.

Þoku­kennd­ar hug­mynd­ir

Ég ótt­ast að skil­grein­ing á rík­is­vald­inu og hlut­verki þess verði stöðugt óskýr­ari – frem­ur þoku­kennd hug­mynd. Fyr­ir marga hent­ar þró­un­in vel – hags­mun­um þeirra er bet­ur borgið. Eft­ir því sem mark­miðin, skyld­urn­ar og verk­efn­in eru óljós­ari því greiðari er leiðin að rík­is­hyggju. Mörk­in milli rík­is­ins og ein­stak­lings­ins, milli rík­is­rekstr­ar og einka­rekstr­ar, þurrk­ast hægt og bít­andi út. Í þok­unni þenst ríkið út, stofn­an­ir og rík­is­fyr­ir­tæki fara að vasast í verk­efn­um sem þau eiga ekki að koma ná­lægt.

Ohf-væðing rík­is­fyr­ir­tækja hef­ur reynst meiri skaðvald­ur en nokk­urn gat órað fyr­ir. Í stað þess að auka gagn­sæi í rekstri og gera ákvörðun­ar­töku mark­viss­ari hafa op­in­beru hluta­fé­lög­in frem­ur orðið eins og lokuð einka­fyr­ir­tæki. Þau lúta ekki valdi eig­enda sinna líkt og al­menn hluta­fé­lög. Oft virðast eng­in bönd halda rík­is­fyr­ir­tækj­um, ekki síst þeim sem starfa í skjóli ohf. Skipu­lega og í aukn­um mæli seil­ast þau inn á verksvið einka­fyr­ir­tækja – stunda sam­keppni þar sem aldrei get­ur ríkt jafn­ræði eða sann­girni.

Verst af öllu: Þeim stjórn­mála­mönn­um fer fækk­andi sem spyrja hvað í fja. ríkið sé alltaf að vasast í hlut­um sem koma því ekk­ert við. Af hverju rík­is­fyr­ir­tæki telja sig hafa rétt til að gera strand­högg hjá einka­fyr­ir­tækj­um er spurn­ing sem flest­ir eru hætt­ir að spyrja.

Spurn­ing­arn­ar eru hætt­ar að heyr­ast og þess vegna eru litl­ar at­huga­semd­ir gerðar við að ríkið hasli sér völl í sam­keppni við sjálf­stæða at­vinnu­rek­end­ur með rekstri sendi­bílaþjón­ustu. Allt í einu eru vöru­dreif­ing, sendlaþjón­usta, vöru­hýs­ing og prentþjón­usta á verksviði rík­is­ins. Með sama hætti er sjálfsagt að ríkið sé stærsti smá­sali snyrti­vara á Íslandi og um­fangs­mik­ill leik­fanga­sali. At­huga­semd­ir við rík­is­rekna sæl­gæt­is­sölu eru af­greidd­ar sem öfg­ar. Í skjóli Frí­hafn­ar­inn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli kepp­ir „Und­irfata­versl­un rík­is­ins“ við einka­rekn­ar versl­an­ir sem ólíkt Frí­höfn­inni þurfa að standa skil á virðis­auka­skatti og toll­um.

Rík­is­hyggj­an fest­ir ræt­ur

Fyr­ir marga er það martraðar­kennd til­hugs­un að ríkið dragi sig út úr smá­sölu, hætti rekstri frí­hafn­ar og selji rekst­ur Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar. Þeir sofa bet­ur í þeirri full­vissu að tug­ir millj­arða séu bundn­ir í flug­stöð en ekki í nauðsyn­leg­um sam­fé­lags­leg­um innviðum.

Þegar gerð er at­huga­semd við að ríkið skuli á 21. öld standa í rekstri fjöl­miðlafyr­ir­tæk­is er brugðist hart við. Meiri­hluti stjórn­mála­manna er sann­færður um nauðsyn þess að ríkið taki virk­an þátt í rekstri fjöl­miðla og sé í harðri sam­keppni við einka­rekna miðla. Til­vist Rík­is­út­varps­ins er mik­il­væg­ari en að sæmi­legt jafn­ræði sé á fjöl­miðlamarkaði þannig að einka­rekn­ir fjöl­miðlar fái að dafna.

Í janú­ar á liðnu ári sagðist ég vona „að ægi­vald rík­is­rek­ins fjöl­miðils sé ekki orðið svo mikið að stjórn­mála­menn treysti sér ekki til að breyta leik­regl­un­um. Veigri sér við að jafna stöðu sjálf­stæðra og rík­is­rek­inna fjöl­miðla“. Fátt bend­ir til að póli­tísk­ur vilji sé fyr­ir hendi að skil­greina hlut­verk, skyld­ur og um­svif Rík­is­út­varps­ins með þeim hætti að einka­rekn­ir fjöl­miðlar fái þrif­ist. Ég ótt­ast að von mín sé reist á sandi.

Rík­is­hyggj­an hef­ur náð að skjóta sterk­um rót­um í ís­lensku sam­fé­lagi og því miður í öll­um stjórn­mála­flokk­um. Það er þægi­legra að setja hug­mynda­fræðina ofan í skúffu og telja sjálf­um sér trú um að hægt sé að leysa hvers manns vanda á grunni rík­is­hyggju. Hægt og bít­andi miss­um við því sjón­ar á hlut­verki og skyld­um rík­is­ins sem held­ur áfram að selja ilm­vötn og aug­lýs­ing­ar. Og þá renn­ur kannski upp fyr­ir ein­hverj­um hvað Ronald Reag­an, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, átti við þegar hann lýsti hug­mynda­fræði vinstrimanna:

„Ef það hreyf­ist, skatt­leggðu það. Ef það held­ur áfram að hreyf­ast, settu lög. Ef það stopp­ar, settu það á rík­is­styrk.“

Greinin birtist í Morgunblaðinu 4. september 2019.