Enn einn áfellisdómurinn fyrir meirihlutann

Eft­ir Val­gerði Sig­urðardótt­ur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Ný­verið var skýrsla innri end­ur­skoðunar um grunn­skóla Reykja­vík­ur, út­hlut­un fjárhagsramma og rekstr­ar kynnt í skóla- og frí­stundaráði en það er ein at­hygl­is­verðasta skýrsla sem ég hef séð lengi. Í skýrsl­unni kenn­ir ým­issa grasa en þar seg­ir orðrétt:

„Meg­inniðurstaða þess­ar­ar skýrslu er að mis­mun­andi skiln­ing­ur virðist vera á milli skóla­stjórn­enda og skóla og frí­stunda­sviðs ann­ars veg­ar og fjár­veit­ing­ar­valds borg­ar­inn­ar hins veg­ar um hvað er nauðsyn­legt fjár­magn til rekst­urs á grunn­skól­um borg­ar­inn­ar. Skóla- og frí­stunda­svið hef­ur þurft að skera niður það fjár­magn sem reiknað hef­ur verið út að skól­arn­ir þurfi, svo þeir geti starfað inn­an ramm­ans. Af­leiðing­in er sú að skól­arn­ir fara marg­ir hverj­ir ít­rekað fram úr fjár­hagsramma sín­um. Í raun standa skól­arn­ir al­mennt frammi fyr­ir því að nán­ast all­ir rekstr­arliðir fá of knappt fjár­magn.“

Hér kemst innri end­ur­skoðandi vel að orði enda er hér tekið und­ir sjón­ar­mið og áhyggj­ur okk­ar sjálf­stæðismanna en við höf­um margít­rekað bent á akkúrat þetta.

Skýr­ari geta skila­boð varla orðið.

Fjár­svelti grunn­skóla grafal­var­legt

Þegar skól­ar eru fjár­svelt­ir þá bitn­ar það á þeirri þjón­ustu sem þeim ber skylda til þess að veita sam­kvæmt lög­um. Sér­stak­lega er tekið fram í skýrsl­unni að út­hlut­un til sér­kennslu og aðstoð við börn sem eru af er­lendu bergi brot­in er minni en reiknað hef­ur verið út að hún þurfi að vera. Þar með er ekki verið að veita þess­um börn­um þá þjón­ustu sem Reykja­vík­ur­borg er skylt að veita.

Síðan í hrun­inu, sem var fyr­ir tíu árum síðan, hef­ur viðhald fast­eign­anna verið af skorn­um skammti með þeim af­leiðing­um að viðhaldsþörf hef­ur safn­ast upp í skól­un­um og því er orðið mjög brýnt að taka til hend­inni þar. Aðal­or­sök ófull­nægj­andi viðhalds er skort­ur á fjár­magni.

Það verður að telj­ast áhyggju­efni ef borg­in upp­fyll­ir ekki ákvæði grunn­skóla­laga um aðbúnað. Fjár­hagsramm­inn hef­ur ekki tekið nægj­an­leg­um breyt­ing­um liðinn ára­tug til sam­ræm­is við hækk­un á raun­kostnaði og það fel­ur í raun í sér skerðingu á fjár­fram­lagi. Þessi auknu fjár­út­lát til skóla­mála sem meiri­hlut­inn stát­ar sig af eru fyrst og fremst til­kom­in vegna kjara­samn­ings­bund­inna launa­hækk­ana en ekki mynd­ar­skap borg­ar­yf­ir­valda. Það er því al­veg ljóst að grunn­skól­ar borg­ar­inn­ar eru van­fjár­magnaðir, þvert á orð meiri­hlut­ans um aukna fjár­mögn­un til skól­anna.

Það er ekki hægt að lesa annað út úr skýrslu innri end­ur­skoðunar en að stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins hafi mistek­ist að yf­ir­taka rekst­ur grunn­skól­anna frá rík­inu. Viðhaldi er ábóta­vant, sér­kennsla hef­ur ekki fengið það fjár­magn sem hún þarf, ekki hef­ur verið komið til móts við vísi­tölu­hækk­an­ir, veik­inda­for­föll eru mik­il og gríðarleg­ur skort­ur er á fjár­magni til skól­anna sem veld­ur því að þeir ná ekki að reka sig réttu meg­in við núllið.

Í skýrslu innri end­ur­skoðunar er lagt til er að skera frek­ar niður þá þjón­ustu sem verið er að veita reyk­vísk­um börn­um og loka og sam­eina skóla til að rétta við þessa stöðu. Þannig má öll­um vera ljóst að meiri­hlut­inn hyggst ekki bæta í held­ur mun halda áfram að skera niður.

All­ir vita að þessi staða mun bitna illa á starfs­fólki og nem­end­um. Álagið er því víða mikið.

Mér er það al­ger­lega hul­in ráðgáta að stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins geti ekki haldið úti lög­bund­inni þjón­ustu skamm­laust á tím­um sögu­legs tekjugóðæris. Ljóst er að borg­inni hef­ur mistek­ist að yf­ir­taka rekst­ur grunn­skóla af rík­inu, það er í raun það sem skýrsla innri end­ur­skoðunar staðfest­ir. Við verðum að gera bet­ur en þetta.