Alltaf á leiðinni

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Nú finna marg­ir fyr­ir því hvað um­ferðin er þung. Fólk er lengi á leiðinni. Stöðugur straum­ur í vest­ur á morgn­ana og síðan til baka síðdeg­is. Það er skipu­lags­halli í borg­inni og ekki batn­ar hann þegar stofn­un­um fjölg­ar enn frek­ar í miðborg­inni. Land­spít­al­inn stækk­ar. Lands­bank­inn bygg­ir og stjórn­ar­ráðsreit­ur­inn sem brátt verður byggður er gríðar­stór. Þetta veld­ur því að álag­inu er mis­skipt. Og það fer vax­andi. Sums staðar eru þétt­ar raðir bíla. Ann­ars staðar á sama tíma eru auðir veg­ir. Fólk hef­ur fundið á eig­in skinni hvernig lok­an­ir hafa þrengt að starf­semi og um­ferð. Og svo er það um­ferðar­stýr­ing­in. Hún er í lamasessi.

Það þarf ekki að finna upp hjólið. Það er löngu komið. Það þarf að koma fólki milli staða. Lausn­irn­ar eru til. Aðrar borg­ir með mun fleiri íbúa hafa tek­ist á við sam­göngu­mál­in með tækn­ina að vopni. Og það með mjög góðum ár­angri. Með því að nota heild­stætt um­ferðarmód­el er hægt að for­gangsraða rétt og stýra um­ferð miklu bet­ur. Tækn­in hef­ur mark­visst verið tek­in í notk­un í öll­um þeim borg­um sem við miðum okk­ur við. Hún er til staðar. Við þurf­um að snjall­væða um­ferðina í verki, í stað þess að tala um lausn­ir sem eru fjar­læg­ar og ófjár­magnaðar.

Sjálf­stæðis­menn í borg­ar­stjórn leggja áherslu á skyn­sam­leg­ar lausn­ir í sam­göngu­mál­um. Lausn­ir sem gagn­ast öll­um þeim sem eru á leiðinni í um­ferðinni. Gang­andi, hjólandi, jafnt sem ak­andi sína leið. Hver ferð skipt­ir máli. Það veit fólkið í borg­inni. Borg­in þarf að gera sitt.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. ágúst 2019.