Haustferð eldri sjálfstæðismanna

Kæra sjálfstæðisfólk í SES.

Stjórn Samtaka eldri sjálfstæðismanna hefur ákveðið að efna til haustferðar miðvikudaginn 4. september n.k. Farið verður frá Valhöll kl. 10:00 en þaðan verður ekið að Stykkishólmi og um Snæfellsnesið. Fararstjóri verður Sturla Böðvarsson fyrrum forseti Alþingis og ráðherra.

Nánari dagskrá verður auglýst á xd.is.

Fargjaldið er 3.500 kr. á mann og er best að leggja það inn á reikning 0101-26-015701, kt. 570269-1439.

Vinsamlegast tilkynnið um þáttöku í síma 515-1700, ekki síðar en mánudaginn 2. september kl. 15:00. Athugið að sætafjöldi takmarkast við stærð rútunnar og því gildir að fyrstur pantar og greiðir – fyrstur fær.

Fyrir hönd stjórnar Samtaka eldri sjálfstæðismanna,

Halldór Blöndal, formaður SES.