Komdu með út að ganga í dag

Sjálfstæðisfólk gengur á 20 stöðum á landinu

Sunnudaginn 18. ágúst mun sjálfstæðisfólk um allt land koma saman á tuttugu stöðum á landinu og ganga saman í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins á þessu ári.
Um að ræða fjölskyldugöngur sem henta öllum aldursflokkum. Að jafnaði er gengið í hádeginu og á flestum stöðum endar gangan með samverustund, grilli, kaffisopa eða öðru slíku.

Á Höfuðborgarsvæðinu verður gengið í Reykjavík og í Hafnarfirði. Á Suðurnesjum verður gengið í Reykjanesbæ og í Grindavík. Á Suðurlandi verður gengið í Hveragerði, á Selfossi, í Vestmannaeyjum, á Hellu, á Kirkjubæjarklaustri og á Höfn. Á Austfjörðum verður gengið á Fljótsdalshéraði. Á Norðurlandi verður gengið í Mývatnssveit, í Aðaldal, á Grenivík, á Akureyri og á Sauðárkróki. Á Vestfjörðum verður gengið í Ísafjarðarbæ og á Vesturlandi verður gengið í Stykkishólmi, á Hvanneyri og á Akranesi.

Sjálfstæðisfólk um allt land er eindregið hvatt til að mæta og taka þátt í hollri og skemmtilegri samverustund með góðum vinum og félögum, en allar nánari upplýsingar má finna á hér. Þátttakendum verða gefnir vatnsbrúsar á meðan birgðir endast.